Hiphop Í Frostaskjóli
Í gærkveldi var haldin hiphop tónleikar í Frostaskjóli, þar komu fram EMP, Textavarp, Mc Strumpur, Akademían, Vitfyrring og Hinir Dæmalausu(held það fór þegar Vitfyrring voru hálfnaðir). Ég ætla að skrifa um þessu tónleik aðeins. Fyrstir á svið voru EMP sem tók 3-4 lög og voru þau ágætt en vá þeir voru ekki með neina sviðsframkomu, stóðu þarna og hreyfðu sig ekkert, mættu laga það. Eftir þeim voru Textavarp sem voru frábærir og eiga hrós skilið, þeir höfðu allt, flæði, góða texta, góða takta og sviðs framkomu og auðvitað gólfkylfan hans Dabba sem var að meika það stór meðað áhorfenda. Síðan var versta atriðið sem ég sá og hef ekki séð svona slappt atriði lengi, það var Mc Strumpur, hann eins og EMP stóð bara þarna en hvað gerði hann fleira nú hann horfði á gólfið og það heyrðist varla í honum, þetta gekk svo illa að áhorfendur voru farnir að gera grín að honum. Þar á eftir komu Akademían sem áttu kvöldið ásamt Textavarpi, þeir tóku 4 lög sem voru öll mjög góð og sér í lagi það seinarsta og eru þeir greinilega framtíð í íslensku rappheimi og boðaðar það bara gott. Eftir þeim voru Vitfyrring sem voru fínir, heyrði þó bara tvö lög með þeim og voru þau fín. Eftir þá áttu að koma Hinir Dæmalausu en ég sá þá ekki, því miður. Þetta var hið fínasta kvöld og sé ég ekki eftir að hafa farið á þetta og vona að það verði ekki langt í næstu hiphop tónleika.