Í þessari grein verður fjallað um hina og þessa rappara og rappsveitir. Án efa eiga margir eftir að vera ósammála mér í mörgu af þessu en ég vil leggja áherslu á að þetta er mín skoðun.Það munu koma fleiri greinar um aðra
Afkvæmi Guðanna
AG eru án efa með betri röppurum á Íslandi, mestu að þakka Elvari aka seppa eða Hr.Kaldhæðni sem að mínu mati í topp 3 listanum yfir íslenska rappara, en auðvitað hafa allir sína galla sá er kannski helst hjá Elvari að hann vælir hálf textana útúr sér en maður tekur varla eftir því vegna góðs flæðis og snilldartexta. Með Elvar er annar rappari, hann stjáni sem er að mínu mati fínn rappari en kemur ekki með nógu góða texta(miðað við Elvar) en hver gerir taktana, það er hann Palli sem gerir þá og gerir þá að starkri snilld.
Bæjarins Bestu
BB eru klassa sveit sem kemur iðulega með eitthvað sem allir fíla. Dóri DNA og Kjarri KJ (áður kamalflos) eru rapparnir í þessari sveit, þeir eru fyrrverandi(dóri) og núverandi (kjarri) sigurvegarar rímnastríðs(eða hvort dóri vann eitthvað annað). Þessir menn eru báðir snillingar á sínu sviði og komu alltaf með eitthvað sniðugt. Danni Deluxe sér um taktana og eru þeir misjafnir en oftast góðir.Helsta einkenni BB:grípandi viðlög.
Evilmind
Án efa efnilegasti rappari Íslands.Evilmind er með fáránlega góða texta miðað við aldur(16) og hann gerir taktanna sína sjálfur, að stærstu ef ekki öllu leiti.Evilmind er í hjómsveitinni Nafnlausir ásamt Ramses(veit ekki um fleiri) og eru þeir að fara að gefa út plötu.Þó að Ramses sé eldri og reyndari en Evilmind er hann mun slakari rappari og taktgerðarsmiður.Eina sem ég sé athugavert við hann er að lögin hans eru flest róleg en þó á góðan hátt, hann þarf að gera eitthvað gott stuðlag.Þess má til gamans geta að Evilmind vann Rímnaflæði síðast ásamt honum Toxic með laginu Ertu Harður sem er þó með slappari lögum hans(sem eru fá) ég hef reyndar bara heyrt studíoútgáfuna af því lagi.