Strangt til tekið er rapp ekki tónlist, þar sem almenna skilgreiningin væri eitthvað á þessa leið “taktfastur flutningur á bundnu/rímuðu máli”, svo auðvitað mis-taktfast og mis-bundið. Rapp hefur þannig ekkert með tóna að gera í eðli sínu, þó sumir tengi þetta tvennt í huga sér órjúfanlegum böndum. Það er ekki fyrr en fikktað er við söng í rappinu, sem er jú oft gert, sem það verður tónlist.
Rapp er hinsvegar oftar en ekki hluti af hip hop tónlist, sem er jú, tónlist.
McAnarchy, Balinn og fleirri, það hljómar eins og þið viljir ekki hlusta á “Mainstream” tónlist ekki einungis til að þurfa ekki að hlusta á lélega tónlist, heldur til að sýna fram á þið séuð ekki manngerðirnar sem hlusta á slíkt, hefja ykkur yfir almúgan sem hlustar á “fjöldaframleidda froðu”, að staða ykkar sé hins upplýsta tónlistarunnenda.
Eru fjöldaframleiddir bílar lélegir? Og hvernig mynduð þið nákvæmlega lýsa ferlinu, “að fjöldaframleiða tónlist”? Eigið eflaust ekki við fjölföldun geisladiskana og hulstrana, eða prentunina á bæklingunum. Áttu við að tónlistin hafi verið gerð með það í huga að ná vinsældum en ekki að…hvað?
Það að 50 cent sé vinsæll á ég mjög auðvelt með að skilja, þó mér þyki hann bæði hundleiðinlegur og afar ófríður, (því ímynd er jú sorglega mikils virði). Ástæðan er: Af því bara. Eins og svo oft áður fíla ég ekki eitthvað sem há prósenta fólks hefur til skýjanna. Smekkur er óvissuþáttur sem aldrei verður fullkortlagður.
Þetta er nú varla í fyrsta sinn sem þú lendir á skjön við almenningsálitið Tactik? Ég fíla ekki Bítlana svo gerði mér grein fyrir þessu nánast í vöggunni. Enda var hlutverk greinarinnar eflaust að segja þitt álit og að fá að heyra álit hugara á 50 cent, frekar en að lýsa yfir undrun á vinsældum hans. Svo er auðvitað margt á miðjunni sem ég fíla í ræmur, ber þar fyrst að nefna kóngana; Micheal Jackson og Fat Boy Slim.
Markaðsetning er svo vissulega mis öflugur þáttur, en ég held henni sé gefið of mikið vægi: Það sitja fáir sárir uppi með “Get Rich or Die Trying” að safna ryki í diskahyllunni því þeir sáu herra Cent olíuborinn í sjónvarpinu að dilla sér og stukku bara beint út í næstu hljómplötu verslun.
Auk þess þykir mér skilgreiningu McAnarchy á “Mainstream” nokkuð ábótavant. RJD2 og Gangstarr ekki “Mainstream”? Ísland er lítið land með litla rýmd fyrir marga samhliða tísku- og samfélagshópa. Ef þú býrð í New York er auðvelt að týnast inn í mannmergðina, og fólk skilgreinir sig með smæstu hlutum: Hvaða dagblað maður kaupir, hvar maður borðar í hádeginu, hvernig bíl maður keyrir segir allt til um hvaða og hvernig hóp maður tilheyrir.
Hér a landi eru nánast bara peningar sem setja fólk í hópa/stéttir; það er auðveldara að vera einstaklingur hér, því það eru færri líkir manni. Þessvegna er bara eitt “Mainstream”; FM957 tónlist, sem allir geta verið sammála um að fyrirlýta.
Það er ekki meirihluti ungs fólks í heiminum sem hlustar bara á það sem fær spilun á MTV, heldur er það stærsti einstaki hlustendahópurinn. Hin “költin” eru svo alveg jafn mainstream í framsetningu; fatalínur, tónlistarmyndbönd, milljónir platna seldar um allan heim. Gangstarr eru að græða heilan helling af pening, og vildu eflaust ekkert frekar en að selja 5 milljónir af næstu plötu. Verða þó líklega að sætta sig við 500.000 til 1.5 milljón.
Eina sanna underground hip hopið sem okkur býðst að heyra hér, fyrir utan eina og eina plötu sem ratar fyrir slysni svo langt, er hið Íslenska.
PS: Sammála með Pink Floyd, hrikaleg leiðindi.