Nú er að líða að hinni árlegu Menningarnótt í Reykjavíkurborg. Þetta er í áttunda skiptið sem hún er haldin og aldrei verið veglegri.
Ekki hefur oft verið boðið upp á mikið Hiphop á þessum viðburði en nú er stundin önnur. TFA mun standa að veislu í portinu bakvið Alþjóðahúsið (Hverfisgötu 18, við hliðina á Exodus). Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Alþjóðahúsið, Höfuðborgarstofu, Exodus og Málningu ehf.
Þar mun ýmislegt fara fram: graffiti, breikdans, skífuskank, taktrapp, opinn hljóðnemi o.fl.
Dagskráin stendur milli kl. 20-22 þó svo að Graffiti gæti byrjað fyrr um daginn (ef aðstæður leyfa).
Nánari dagskrá má finna á www.hiphop.is.