Cypress Hill - á meira skilið
Þessi grein er aðallega skrifuð vegna þess að ég er orðinn leiður á að Cypress fái aldrei props sem alvarlegir hiphop artistar og ræði hér aðeins um plöturnar þeirra.
Cypress Hill
Frumburður félaganna fékk enga athygli fyrr en Insane in the Brain af öðrum disk þeirra Black Sunday varð eitt af vinsælustu lögum ársins líklega 1993-4. Þá var gangstarappið í örum vexti, Dre nýbúinn að gefa út Chronic og í framhaldi Snoop með Doggystyle. Ég keypti þennan disk á best buy einhverntímann löngu seinna og fílaði hann aldrei sérstaklega.
Andrúmsloftið er funky/jazz á köflum, frekar hresst gleðipopp þó yrkisefnið sé aðallega dóp og glæpir osfrv. Oft er þetta þó ekki sérstaklega djúpir textar en BReal nær alltaf að halda athyglinni með fjölbreyttum rímum, sérstakri röddu og beittu flæði. Svo eru þeir líka alltaf svo skemmtilega kjaftforir. Blásturshljóðfæri fá að njóta sín og mexíkanska/spænska stemmningin er í fyrirrúmi. Þó eru lög sem gefa til kynna hvert stefndi þar sem beatin eru drungalegri og harðari svo sem Pigs, How I could Kill a man og Hand on the Pump. Þar má finna helstu einkenni Black Sunday í mikill gerjun, og sérstaklega má þá nefna þá taktík að láta Sen Dog bara radda rímur Breal á sinn sérstaka máta. Þeim sem líkaði þessi diskur vel og kvörtuðu yfir 3 disknum, Temples of Boom, bendi ég á að hlusta á Delinquent Habits sem eru mjög rökrétt framhald þessarar tónlistarstefnu.
*** / ****
Black Sunday
Af mörgum talinn besti diskur Cypress. Ofursingullinn Insane in the brain tröllríður enn öldurhúsum bæjarins og virðist vinsældum þess aldrei linna, enda frábært lag með endemum. Diskurinn byrjar hins vegar á óði til jónunnar, I Wanna get High. Svo tekur harðkjarna gangsterrappið við, I aint going out like that og Insane in the brain. Þeir sýna tryggð við ræturnar með Shit goes
down, funky beat sem reyndar er dregið talsvert niður af frekar einhæfu viðlagi og ekki hjálpar rembingurinn í Sen Dog. Lick a Shot er með bestu lögum plötunnar. 3 lil putos, snilldar taktur og viðlag, What go around og Hand on the Glock (hand on the pump anyone?) eru pottþétt lög með hörðum textum. A to the K er líklega versta lag Cypress Hill, glataður texti, viðlagið endurtekið ad nauseum og Sen Dog áberandi leiðinlegur. Platan endar svo á snilldinni Break em off some, hratt og hart lag sem átti eftir að verða algengara. Þó ekki á næstu plötu.
***1/2 / ****
Temples of Boom
Yfirburðadiskur að mínu mati. Hér sýna Cypress hvers þeir eru megnugir og einnig hversu ótrúlega fjölhæfir þeir eru. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þeir gjörbreyttu um tónlistarstefnur í takt við það sem var að gerast í kringum þá. Þessi diskur var einn
sá fyrsti til þess að teljast horrorcore. Horrorcoreið sem dó frekar fljótt út, byggðist mikið til á hryllingsþema, þó ekki endilega textalega heldur líka með productioni sem innihélt skerandi “draugaleg” hljóð, oft ógnvekjandi óperu/synth raddir í bakgrunni, blóðugri og ofbeldisfyllri textar, þungir og hægir taktar og ómstríðar píanó loopur, oftast í moll. Aðrir sem voru í svipuðum pælingum má nefna Gravediggaz aðallega á Pick, Sickle and the Shovel disknum og Mobb Deep. Annað sem má nefna að í kjölfar frægðarinnar kemur oft beef, Breal helgar hér eitt lag, No Rest For the Wicked, því að dissa Cube þannig maður nánast vorkenndi honum (nánast). Eftir þetta og dissið hans Common hefur maður varla haft það í sér að hlusta á Molann. Hér rekur hver snilldin aðra, Throw your Set in the Air var eini singullinn sem fékk eitthvað airplay enda það lag sem helst hefði getað verið á Black Sunday. Þau sem standa upp úr eru hins vegar Stoned Raiders, Killa Hill Niggas, Make a Move og Let it Rain. Temples of Boom var hins vegar illa tekið af almenningi, í kjölfar þess ásamt því að horrorcore stefnan nánast steindrapst sneru þeir sér að öðru.
**** / ****
Unreleased and revamped
Hérna hélt maður að þetta væri búið, frekar monotone remix og lagaval ekkert til þess að hrópa húrra yfir. Þó er Boom Biddy Bye af Temples of Boom gjörsamlega óþekkjanlegt í samvinnu Cypress og Fugees, singull sem var vinsæll í mínum partíum allavega, og Q-tip remixið af Illusions er flott, aðallega þó fyrir auka versið. Það að það skuli vera “clean” útgáfa er mér hins vegar óskiljanlegt. Þessi plata er kannski meira fyrir þá sem fíla fyrsta diskinn mikið.
**1/2 / ****
IV
Furðulegasta plata Cypress lítur dagsins ljós, hér er farið aftur til fortíðar með lögum eins og Tequila sunrise, haldið í sama horfi með lögum eins og From The Window of my Room og Clash of the Titans og að lokum stórfurðuleg lög á við Dr. Greenthumb og Remember that Freak Bitch. Plötunni lýkur svo með því að leggja grunninn að næsta diski, rapmetalið sem aðeins hafði verið duflað við á Black Sunday. Þetta eru lög á borð við Lightning Strikes og Riot Starter. Við þessa útgáfu er margt að athuga. Þetta er ekki nærri nógu heilsteypt plata sem kannski ber vott um það að þeir hafi einfaldlega ekki alveg vitað hvernig tónlist þeir ætluðu að gera. Þó er þetta öflugur diskur á marga vegu. Tequila Sunrise er frábært lag og Remember that Freak Bitch er frábært beat með alveg hrikalega lélegu versi frá Barron Ricks að mig minnir. Þessi experimental vinna virðist aðeins taka skriðinn af þeim, þar sem næstu tveir diskar eru tónleikadiskurinn Live at the Fillmore
og “best of” diskur sem allur er á spænsku. Þeir átta sig þó, að vanda, hvar gjöfulustu miðin er að finna og taka þátt í rapp/metal slær í gegn.
*** / ****
Skull and Bones
Kemur út á besta tíma og rokselst, hitsingullinn Rock/Rap Superstar vekur athygli á Cypress enn á ný. Þó eru margir harðir aðdáendur við það að gefast upp á þeim og raddir fara að heyrast um sellout þeirra félaga. Þeir fara þá leið að reyna að gera báðum til geðs og eru með tvískiptan disk, Rap(Skull) og Rock(Bones). Líklega hefði verið betra að gera einn góðan disk og henda filler matierialinu út. Eiga frábær lög á báðum diskum ásamt slökum lögum inn á milli. Another Victory þar sem Breal fer með mikinn part af Scarface díalóginu með kúbönskum hreim(???), er gott lag, certified Bomb er stórgóður beat með aðeins Sen Dog overdose, Superstar er rock solid hitsingull, Can I get a Hit er bögg á alla jónubetlara og Stank Ass Ho er sniðug diss ríma og alveg svakalega orðljót(meira að segja fyrir þessa karla)
Á Rock disknum eru fín rapmetal lög, ef maður fílar svoleiðis, en frekar einhæf og Sen Dog ræður hér ríkjum, sem aftur þýðir verri textar og verri flutningur. Valley of Chrome og Dust eru bestu lögin, og þá er það aðallega sérstaklega grípandi riff og viðlag sem gerir það að verkum.
**1/2 / ****
Stoned Raiders
Veit ekki hvað skal segja, aðeins eru þeir byrjaðir að dala finnst manni. Alltaf tekst þó Muggs, án vafa einn af bestu pródúserum, að gera klassa tónlist. Lang slakasti diskur Cypress og ekki mörg minnisverð lög. Langbesta lagið er Meth/Redman collaborationið sem er tær snilld, og ótrúlega catchy beat. Lowrider er soldið Dre/Nate dogg-legt hook lag fyrir utan að í stað Nate Dogg er Sen Dog(frekar slöpp skipti þar), BReal kemur því þó yfir á hærra
plan með þéttri og kraftmikilli rímu.
** / ****
Ég ætla líka að benda fólki á að BReal hefur verið featured í alveg ógrynni laga sem ekki eru á Cypress LP's og mörg þeirra eru þess virði að kíkja á. Þau helstu að mínu mati eru The Last Assassin (á Cable Guy soundtrackinu af öllum stöðum), þetta er hátindur textasmíðar BReal og Lunatics in the Grass af Soul Assassins projecti Muggs.
Mér finnst ástæða til þess að gleyma ekki Cypress Hill í umræðunni um “bestu” hiphopartista eins og þeirri sem varð til um daginn vegna þess að Benzino, af öllum mönnum, bjó til best of lista. Ásamt því að vera frumkvöðlar í Latinrappi auk Big Pun hafa þeir sýnt fádæma aðlögunarhæfni í síbreytilegum tónlistarstefnum síðasta áratugs eru bæði Muggs og BReal með hæfileikaríkustu mönnum á sínu sviði. Að hafa þá ekki á topp 100 lista sem er mikið til samansettur af no-talent bitches eins og Ja Rule sýnir að mínu mati heimsku, fáfræði og hroka.
Virðingarfyllst,
Rattati