Er þetta ekki hámark kaldhæðnarinnar?
Ég er ekki rappari, né get ég sagt að ég fíli hip-hop almennt, en þetta fannst mér áhugavert að deila með ykkur því þetta fannst mér bara fáránlegt.
Earl Simmons, öðru nafni DMX, var leystur úr haldi gegn jafnvirði tæplega 25.000 kr. til dagsins í dag en hann þarf að mæta fyrir rétti. Rapparinn blótandi var haldandi tónleika á föstudegi fyrir um 3.000 áhorfendur í St. Kitts, sem er fyrrum bresk nýlenda. Upplýsingaráðherra (á ensku heitir þetta “information minister” en þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvað það þýðir þýði ég þetta svona :)) svæðisins sagði að samningurinn sem var DMX skrifaði undir löngu fyrir tónleikana sýndu það svart á hvítu að lögin í St.Kitts bönnuðu þennan munnsöfnuð upp á sviði.
En umboðsmaðu rapparans, Ali Samii, sagði að DMX hefði aldrei samþykkt að ritskoða sig og að áhorfendur gætu búist við óbeislaðri sviðframkomu hjá kappanum.
Annars þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er ákærður. Í fyrra var hann dæmdur í samfélagsþjónustu þegar hann var dæmdur sekur um misnotkun gagnvart dýrum, vörslu á eiturlyfjum og fleira. Hann var einnig dæmdur til að græða 15.000 dollara eða sem samsvarar um 105.000 kr.