Run D.M.C. Hérna ætla ég að fjalla um Run D.M.C.

Run D.M.C. voru Joseph Simmons (Run), Darryl McDaniels (DMC) og Jason Mizzel (Jam Master Jay).

Run DMC er hljómsveitin sem talin er hafa breytt Hip/hop’i og rappi frá sveitum eins og Grandmaster Flash og Whodini yfir í það sem það er í dag. Þeir voru fyrsta hljómsveitin sem að rappaði yfir rokk.

Run, DMC og Jam Master Jay eru allir úr Queens – New York. Bróðir Run, Russel Simmons stofnaði útgáfufyrirtækið Def Jam um miðjan 9. áratuginn og hvatti Run og DMC til að stofna rapp tvíeyki, sem þeir gerðu. Árið 1982 gekk vinur þeirra Dj’inn Jam Master Jay til liðs við sveitina.

1983 gáfu þeir út fyrsta single’inn sinn “It’s like that”/”Sucker M.C.’s”. Þessi diskur var eins og rapp hafði alltaf og hljómaði þá, það var ekki fyrr en önnur platan þeirra “Kings of Rock kom út 1985 að eitthvað breyttist. Eins og titillinn gefur til kynna voru þeir byrjaðir að rappa yfir rokk, þeir voru þá þegar orðnir vinsælasta stærsta rappband Bandaríkjanna og minnkuðu vinsældirnar alls ekki við þessa plötu. Þetta sama ár léku þeir líka í bíómyndinni “Krush Groove”, en ásam þeirra komu “Krush Groove”, “The beastie boys” og “The Fat Boys” fram í myndinni.

1986 kom svo út önnur plata þeirra félaga í Run D.M.C., “Raising Hell”. Þar var singullinn “My Adidas” sem fór á top 10 R&B single. Í framhaldi af því kom svo stærsti singull þeirra, “Walk this way” sem þeir coveruðu, en lagið er náttúrulega eftir meistarana í Aerosmith. Þegar þeir spiluðu “Walk this way” ásamt Aerosmith var það fyrsti singull til að höfða bæði til rokkara og rappara.
Á plötunni mátti líka finna singulana “You be illin” og “It’s tricky” sem voru meira útí popp.

Run DMC eyddu mestöllu árinu 1987 í það að taka upp “Tougher than leather”. Einnig gáfu þeir út mynd undir sama nafni. Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir “Raising Hell” þá þegar að “Tougher than leather” kom út hafði rappið breyst. Margir af aðdáendum Run DMC vildu hlusta á hardcore rappgrúppur eins og Public Enemy.

1989 kom hinsvegar út diskurinn “Back from hell” sem varð fyrsti diskur Run DMC til að verða ekki Platinum plata. Eftir útgáfu þess disks lentu bæði Run og DMC í persónulegum vandræðum. DMC átti við áfengisvanda að stríða um tíma og Run var ákærður fyrir nauðgun. En eftir að DMC náði að yfirstíga áfengisvandann og ákærunum á hendur Run felldar niður endurfæddust þeir til kristilegrar trúar og komu með sína kristilegu hip/hop plötu 1993 “Down with the king” þar sem fullt af hljómsveitum/tónlistarmönnum löggðu þeim lið. “Down with the king” var glæsilegt “come back” hjá Run DMC sem sannaði að þó þeir væru ekki lengur nr.1 nutu þeir ennþá mikillar virðingar.

Eftir langa pásu komu þeir svo með plötuna “Crown Royal” árið 2000. Platan seldist hvorki né naut eins mikilla vinsælda og fyrri plötur þeirra. En þúsundir fólks sá þá flytja “Walk this way” með Aerosmith og Kid Rock á MTV. Á árinu 2002 komu út tveir greatest hits diskar og túruðu þeir mikið með Aerosmith og fluttu alltaf “Walk this way”.

Sorglegt var að aðeins vikum eftir túrinn með Aerosmith var Jam Master Jay myrtur í studio’i í Queens. Hann var af sumum talinn einn áhrifamesti plötusnúður hip/hop’s hingað til. Mig minnir að nú fyrr á árinu hafi Beastie Boys haldið tónleika til heiðurs Jam Master Jay, því þeir sögðu að án Run DMC væru þeir líklegast ekki til í dag.

-haraldu
-haraldur