Eftir að hafa virt fyrir mér könnunina sem var send hér inn um daginn gat ég ekkert gert að því að heilasellurnar fóru á fullt span og ég fór að velta fyrir mér stjórnmálaskoðunum rappara.
Hægt er að draga ályktun af því að stór hluti listamanna sé róttækur, vinstri sinnnaðir. Listin er oft tjáningaform róttækninar. En ég held að það sé ekki hægt að fullyrða að stærstur hluti listamanna sé vinstri sinnaður, þó svo að greinarhöfundi þyki svo vera líklegt. Eitt er þó hægt að álykta með nokkurri vissu; að hlutfallslega, miðað við almúgann, eru listamenn meira vinstri sinnaðir. Þetta lýsir sér t.d. í andstöðu gegn stríði, baráttu gegn ríkjandi ástandi og fleira í þeim dúr.
En rapparar munu seint teljast hefðbundnir listamenn. Oft eru rappararnir, þá er ég aðallega að tala um þá í Bandaríkjunum, menn sem eru oft nær dauða en lífi, lifa í gríðarlegri fáttækt og búa við litla sem enga menntun.
Þessir menn hafa aðra forgangsröðun en hinn ,,hefðbundni" listamaður (ef sá aðilli er til, en þá er ég að tala um einhverskonar staðalímynd eða persónugerving listamanna í heild).
Þeirra markmið í lífinu er oft að sleppa úr viðjum fáttæktar, því verður takmarkið þeirra að komast yfir eins mikla fjármuni og hægt er.
Einmitt það gerir þessa menn oft að andstöðu þeirra sem teljast vinstrisinnaðir. Rapparar frá New York, þá er ég að meina Jay-Z, Mobb Deep (Havoc og P.), Biggie Smalls og allir sem svipa til þessara manna ættu að teljast frjálshyggjumenn að einhverri tegund. Biggie skýrði nú eitt lagið á Life After Death ‘Sky is the limit’ sem er einmitt kjörorð frjálshyggjumanna. Einnig er ég viss um að þeir vilji lögleiðingu Canabis efna, sem er einnig eitt af baráttumálum frjálshyggjumanna.
Því tel ég að meiri hluti rappara sem eru þekktir séu hægri sinnaðir, þá er ég ekki að meina íhaldssamir, heldur frjálshyggjumenn og oft populistar, sem teljast hægra megin við miðju.
Hvað haldið þið?