Flestar trommurnar sem ég nota eru af vinyl plötum fyrir utan nokkrar undantekningar..
Í nokkrum lögum notastt ég við trommu sampldiska sem kallast planet of the breaks, það eru samt misgóðir diskar, mikið af einhverju bulli.
Í fáeinum lögum notaðist ég við netið (samt hættur því núna) og er kannski ekki mjög stoltur af því en aftur á móti reyndi ég að kynna mér og finna lögin sem breikin voru í, m.a. í bókinni
“Funk (Third Ear: The Essential Listening Companion Series)” eftir Dave Thompsson, þar er hægt að finna flest öll trommubreik í funk lögum sem hefur verið að notuð í hiphop lögum, af hvaða plötum þau voru tekin, hver notaði breikin og stundum komst maður að því að maður átti þessi breik á plötu,maður þurfti bara að leita betur, .
Trommurnar á disknum mínum fann ég m.a. á plötum með David Bowie, James last, BT express & fl.
ég er búinn að finna fullt af breikum á diskó funk plötum sem ég komst í hjá gamalli félagsmiðstöð og skemmtistað hér í bæ, Dynheimar. Trommurnar í diskófönki eru oft ótrúlega feitar, sérstaklega bassatrommurnar.
Ég er líka búinn að rekast á geðveikislegar trommur í rokkmúsík frá ca.1970-74; The Allmann Brothers,Chicago,James Gang,The colusseum,steve miller band,Jojo gunne,Three dog night,Atomic rooster,Uriah heep,zeppelin,paul mcCartney,Alice cooper og fl. Annars klippi ég allar trommur niður og nota þá coolpro eða Recycle og hendi þeim yfir í mpc´inn og hef ég aldrei notað trommuloopur…
var þetta nógu ítarlegt ?
Pís,Sadjei
Hvílík tilviljun, var einmitt að leita af breikum í extensívu safni af 70´rokki bara fyrr í vikuni, The colusseum, The Allmann Brothers, Alice cooper, Uriah heep, Chicago, allt það sama. Fann samt ekki mikið…
Kúl þú fræðist samt um uppruna breikana, mér finnst lágmark fólk þekki þessu helstu ef það ætlar að hlusta á hip hop af alvöru; Synthetic Substitution, funky drummer, scullsnaps o.s.frv., í breikunum liggur grunnur hip hopsins.
Ég get nú ekki sagt planet of the breaks sé virðingarvert, en sitt finnst hverjum…
0
já, trommubreik eru svo falin og ég er örugglega búinn að fara yfir plöturnar hjá pabba oft og mörgum sinnum og ég er alltaf að finna eitthvað nýtt, það fer bara eftir því eftir hverju maður er að leita af hvað maður finnur, trommur, hljóð, bassar eða annað.
Ég get alveg verið sammála þér með planet of the breaks og eins og ég sagði þá er ég lítið búinn að nota það þrátt fyrir það að ég eyddi dágóðum pening í þann disk, mest allt slök trommusánd.
DJx, í Einurð (notað og nýtt) eru seldar vinyl plötur og hef ég keypt einhverjar plötur þar en það er mikið ógeði þar, mest allt eitís plötur og íslenskar sveifluplötur…
0
ég skil,ekkert wu tang clan dæmi þar enn hvar er þessi Einurð?
0
Ætlaði bara að pósta tracklistanum á disknum.
Ég er svo broke nigga jigga fó sjó og hafði ekki efni á að prenta bakhlið, wack shit. Here goes:
1.Lautarferð í helvíti
2.Íronía
3.Ráðið fatlaða
4.Helvítis ástarlagið
5.Dansibar
6.Rekið kaupendur
7.Ströndin
8.Sonur Tristians
9.Hvar er ég ?
10.Hver heimilaði söluna á mér? ásamt Heimi Bjéjoð
11.Tímalagið
12.Sjólagið
Á nokkrum diskum lét ég fylgja aukalag sem er hálfgerð steypa, það heitir “Vond áhrif”.
peace
0
goodie.
Einmitt það sem ég vildi fá að vita, vond áhrif var allavega ekki á disknum mínum en möguleiki er á væri ég alveg til í að nálgast það, er að fíla tiskinn í top, hefur verið í spilaranum á síðsutu bboy æfingum…
0
Frábær diskur og algjör skildueign. Minnir mig stundum á RJD2 sem að er ekki slæmt. Ak er greinilega að presentera það feitasta!!
0
Akueyri,home of the real Hip Hop headz :D
0