TFA mun standa að einvígi milli skífuskankara næsta laugardagskvöld í Stúdentakjallaranum ásamt fyrstu opinberu áskorendakeppninni í takt-rappi (beatbox).
Lítið hefur borið á menningu snúningsborðanna undanfarið þar sem rapparar hafa verið að fá allt sviðsljósið undanfarið.
DJ einvígið á laugardaginn verður því gott krydd í blómstrandi senu Hiphop fylgjenda.
Takt-rapp (beatbox) hefur verið stundað af nokkrum einstaklingum síðustu ár en nú er líklegt að við fáum að sjá hversu góðir þeir eru í fyrstu áskorendakeppninni í takt-rappi og hver mun standa uppi sem sigurvegari.
Öllum er frjálst að taka áskorun og skora á aðra í þessari litlu orystu raddbandanna.
Veitt eru verðlaun fyrir þann sem ber sigur úr býtum í plötusnúða-einvíginu og verða þau nokkrir stúdíótímar hjá Stúdíó Desibel. Stúdíótímarnir myndu t.d. nýtast vel við upptöku á fagmannlega framleiddu ‘mixteipi’ ..nú eða bara hvað sem sigurvegaranum dettur í hug !
Reglurnar verða fáar í einvíginu. Helst skal tekið fram að hver syrpa skal vera 90 sekúndur á lengd og bannað er að hafa aðstoðarmann. Áhorfendur munu svo eiga úrslitaatkvæðið um hver sigrar hvert einvígi.
Þátttakan er opin þótt svo að plötusnúðum sé bent á að skrá sig með pósti, tfa@tfa.is, eða hjá Ómari Ómari í síma 8935852 (símtal eða sms).
Við hvetjum nýja skífuskankara til þátttöku þar sem keppnir sem þessar eru ekki haldnar oft.
Þetta mun að sjálfsögðu vera viðburður sem enginn vill missa af.
18 ára aldurstakmark verður og aðgangseyrir verður litlar 400 krónur (600 eftir kl.23).