N.W.A - The world´s most dangerouse band Hér ætla ég að fjalla um rappsveitina NWA.
NWA, Niggaz With Attitude, var stofnuð seint á níunda áratugnum af Eazy-E, Ice Cube og Dr.Dre, fengu þeir með sér DJ Yella, The Arabian Prince og D.O.C.
Fyrsta plata þeirra N.W.A. and the Posse, sem var gefin út 1987, gekk ekki sem vænti. Eftir útgáfu hennar þá fengu þeir MC.Ren til liðs við sig.
Það var ekki fyrr en þeir gáfu út plötuna Straight Outta Compton (1988) að eitthvað fór að ganga. Platan varð strax gífurlega vinsæl “underground”, þótt hún fengi litla sem enga spilun/umfjöllun í útvarpi, fjölmiðlum eða á MTV. Þeir vöktu athygli fyrir óheflaða texta, sérstaklega í fuck tha police sem varð til þess að FBI sendi Ruthless Records (plötufyrirtækinu þeirra) viðvörunarbréf þar sem sagði að þeir skyldu passa sig.
Þegar að Ice Cube hætti í NWA, árið 1989 þá misstu þeir gífurlega mikið og sveitin varð aldrei söm eftir það. Gátu aldrei slegið út Straight Outta Compton.
Fljótlega eftir að Ice Cube fór gáfu þeir út EP plötuna 100 miles and runnin'(1990) sem þeir fylgdu fljótt eftir með plötunni Efil4zaggin (Niggaz4life afturábak). Sú plata var full af funky undirspili, fáránlegum, jafnvel geðveikum textum. Textarnir vöktu náttúrulega reiði hjá sumum, en það stækkaði bara hlustendahóp þeirra enn meira. Þó að hlustendur þeirra hefðu aldrei verið fleiri þá var Dre að undirbúa sig undir að hætta sökum ágreinings og það sem hann taldi samningssvik. Dre hætti í NWA 1992, þá lognaðist sveitin útaf.
Allir fóru þeir þá í sóló bransann og gekk Dr.Dre og Ice Cube langbest þar. MC.Ren og DJ Yella gáfu líka út sóló plötur sem gengu engan veginn, enginn veitti þeim athygli. Eazy-E gaf líka út sóló plötur, en dó svo úr AID's árið 1995, eftir að hafa sæst við Ice Cube og Dr.Dre.
NWA (ásamt Public Enemy kannski) hafði áhrif og lagði brautina fyrir Hip/Hop á tíunda áratugnum.

-haraldu
-haraldur