Í mars frá Def Jam:
Method Man – Tical 0: The Prequel.
Þessi diskur átti fyrst að koma út árið 2000…ég veit ekki hvað gerðist. Eins og margir vita er þetta þriðja sólóplatan hans. Meth segir í viðtali við The Source að þessi nýja afurð sé hans “most focused album to date”. Gestarapparar sem vitað er um: Redman, Raekwon og Ghostface.
Frá Columbia:
Dead Prez - ???
Ég held að þessi diskur sé þeirra þriðji. Áður hafa þeir a.m.k. gefið út Let´s Get Free og Turn Off the Radio. Að mínu mati eru þeir einir bestu textasmiðirnir í bransanum í dag og eru þekktir fyrir að gagnrýna stjórnvöld, enda oft líkt við Public Enemy.
Frá Roc-A-Fella:
Memphis Bleek - ???
Þriðja sólóplatan hans á leiðinni…Áður hefur hann gefið út Coming Of Age og The Understanding. Hann er ungur að árum og fyrsta platan kom út rétt áður en hann varð 20 ára. Nú er hann 22-23 ára. Fyrri afurðir hans hafa ekki fengið mjög góða dóma en textarnir hans hafa batnað til muna. Ég hlakka til að heyra útkomuna núna…
M.O.P – The Best Of M.O.P.
Þetta er nú ekki “Best of” diskur eftir því sem ég best veit. Ég hef heyrt örlítið af nýja efninu frá MOP og mér líst vel á þetta. Ég vona að þetta verði jafn kraftmikið og Warriorz, a.m.k. í svipuðum gæðaflokki og hinar plöturnar þeirra.
Á næstu dögum/vikum:
Frá Roc-A-Fella:
Freeway – Philadelphia Freeway
Maðurinn sem er þekktur fyrir “Múslímaskeggið” sitt…Beanie Sigel kom þessum náunga inn á Roc –A-Fella. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög og fremst í flokki er “Roc the Mic” sem hann gerði með Beanie og var á disknum með State Property (Beanie og félögum).
The Diplomats – Diplomatic Immunity
Cam´ron og félagar sem hafa orðið afar vinsælir eftir smellina “Hey Ma” og “Oh Boy”. Ég er ansi hræddur um að þetta verði hálf metnaðarlaus plata sem er gefin út í flýti á meðan Cam´ron er á toppnum, en það er aldrei að vita.
Í apríl:
Frá Def Jam South:
Ludacris – Chicken and Beer
Þegar ég vil hlusta á hágæða-kæruleysislega rapptónlist skelli ég Luda í spilarann. Takmarkið hans er að skemmta hlustendum. Það tókst sæmilega með Back For the First Time en mjög vel með Word of Mouf…enda hefur hann selt milljónir…
Í maí:
Frá MCA:
Hi-Tek - ???
Sé miðað við Reflection Eternal og síðustu sólóplötu er ekki ástæða til annars en að áætla að þessi plata verði frábær. Án vafa einn af bestu pródúserunum í dag…
Á næstu vikum/mánuðum eru einnig væntanlegar plötur frá þessum: DJ KaySlay,Alchemist-1st Infantry, Shawnna, RjD2,Benzino, Aesop Rock, Twista, Killer Mike, Kardinal Offishall, DMX,Gangstarr…
(tímasetningar frá The Source…)
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”