Ég veit ekki hvað skal segja, þetta er óttalegt skilgreiningar atriði. Mér er svosem sama hvernig tónlistin hans er flokkuð niður, svo lengi sem mér finnst hún góð. Samt er talað um að Eminem hafi farið nýjar leiðir í sömplum fyrir þessa plötu og talið að hún sé ,,rokkaðari“ heldur en flestar aðrar rappplötur.
”Þessi verðlaun segja heldur ekkert um það hverjir eru bestu tónlistarmennirnir heldur hverjir gera vinsælustu lögin"
-Sko þessi staðhæfing finnst mér pínulítið skrýtin. Hver er mælikvarði á hvað er góð tónlist? Ég efa að slíkur kvarði sé til, þannig að nærtækast er að taka sölutölur. Nelly á það alveg til að gera lög sem hægt er að hlusta á, að mínu mati, sem er betra en margur annar. Samt finnst mér skrýtið að Sisqo hafi verið tilnefndur sem rappari, ertu viss um að það hafi ekki verið sem Hip-hop tónlistarmaður? Því Bandaríkjamenn eru harðir í því að gera upp á milli rapps og hiphop tónlistar.
En varðandi þessa Source grein, sem ég hef reyndar ekki lesið, þá verðum við að muna að Eminem er í stríði við einn Source affilited gaur, sem er í hljómsveitinni Made Men að mig minnir. Source er núna búið að taka afstöðu gegn Eminem, sem er að mínu mati á toppnum á ferlinum sínum. Source er enginn gæða miðill, og hef hingað til aldrei getað tekið afstöðu. T.d. ef ég má nota þín eigin orð gegn þér Hades, varðandi Nelly, þá söðgu þeir að battlið milli KRS one og Nelly hefði farið jafntefli. Þannig að upplýsingar í The Source eru mjög misjafnlega nytsamlegar.
peace