TFA kynnir Áramótaveislu ! TFA mun standa að sannkallaðari Hiphop og Drum & Bass veislu núna um áramótin. Þrjár hljómsveitir munu koma fram ásamt fjöldanum öllum af plötusnúðum. Staðurinn er Þórscafé og tímasetningin er gamlárskvöld.

Hljómsveitirnar sem munu spila á þessum fyrverandi herramannaklúbbi eru sérvaldar fyrir þessa fyrstu Hiphop tónleika ársins 2003. Fyrst skal nefna stuðbandið ógurlega, Bent & 7Berg sem eru vel þekktir fyrir tryllta sviðsframkomu. Þremeningarnir í O.N.E. munu svo spila en þeir hafa verið að fá verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Að lokum leika Forgotten Lores sem er fjöhæfasta og ein besta Hiphop hljómsveitin á Íslandi í dag. Brautryðjandi íslensku Hiphop-tónlistarsenunnar, DJ Rampage, mun svo spila fyrir gesti ásamt DJ Paranoya, DJ B-Ruff og DJ Intro.
Þeir sem munu sjá um að fæða eyru djammgesta með Drum & Bass tónlist verða DJ Elvar, DJ O-Prime og DJ Tryggvi og allir munu þeir spila mestu dansgólfstryllana sem þeir eiga frá ýmsum tímabilum Drum & Bass sögunnar. Lofað verður öllum harðhausum að þeir fái sinn skammt af tónlist um áramótin.

Ljóst er að þetta verður feitasta djammið um áramótin og viðburður sem enginn vill missa af.

FORGOTTEN LORES
O.N.E
BENT & 7BERG

DJ RAMPAGE
DJ PARANOYA
DJ B-RUFF
DJ INTRO

DJ ELVAR
DJ O-PRIME
DJ TRYGGVI

Forsala miða fer fram í verzlunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni og er forsöluverðið aðeins litlar 2.500kr. Fyrir þá sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins, má panta miða með rafpósti hjá tfa@tfa.is og miðarnir verða sendir heim að dyrum. Miðafjöldinn er takmarkaður og aldurstakmarkið er 20 ár.