Pródúserar eru mikilvægir, á því liggur enginn vafi. Þeir semja þá tónlist sem við hér unnum og hlýðum á dagsdaglega og slík iðja er sannlega aðdáunar og virðingarverð. Nú langar mig að drepa á þrennu varðandi þetta merkis fólk:
Í fyrsta lagi: Hví er staða pródúserins, í tengslum við bæði virðingu og viðurkenningu á verki sínu, svo slæleg sem raunin er?
Þessi spurning er vissulega klisja, en ég minnist ekki neins fullnægjandi svars; Afhverju sitja pródúserar í skugganum af tóndaufum röppurum? Hversvegna standa þessir hópar ekki jafnfætis frammi fyrir flestum hlustendum? Hví sitja pródúserarnir ekki við sama borð þegar kemur að viðurkenningu fjöldans? Og fer þetta í taugarnar á ykkur pródúrerum?
Í öðru lagi: Hvernig er litið á stöðu pródúsersins innan Hip hop senunar? Er það jafnmikið pjúra hip hop að vera pródúser? lifið þið lífsstílnum? Lítið þið, pródúserar, á ykkur sem Pródúsera; menn sem vinna undirspil fyrir rappara, eða tónlistarmenn? gerið þið einhvertíman tónlist sem er ekki hugsuð sem rap-undirspil? Gerið þið jafnvel einhverja aðra tónlist en trip hop? segist þið hafa búið til lag eða takt? kunnið þið eitthvað í tónfræði eða á eitthvað hljóðfæri? Hér er ég að fiska eftir persónulegum svörum frá hverjum og einum, en líka eftir almennum álitum.
Og svo í þriðja lagi, ein fagleg spurning bara fyrir pródúserana: Hvaða vinnureglur setjið þið ykkur? hvaða augum er sömplun litin? hversu langt má hún ganga? Og er lélegt að nota forrit eins og Reason og frúttílúpps, það er, presett trommur og tilbúin sömpl og hljóð?
Með fyrirfram þök fyrir greinargóð og vel ígrunduð svör.
ES: Rapparar og aðrir non-pródúserandi menn meiga endilega svar á almennum grundvelli um stöðu pródúseranna okkar.