En svo ég byrji nú á að rifja aðeins upp hvernig tölur ágúst, september og október voru þá kem ég hérna með smá brot úr tilkynningu Regzu um þau mál í byrjun nóv:
Við vorum í 70. sæti núna í október, smá lækkun frá 64. sæti í september, en hækkun miðað við ágúst þar sem við fórum niður í 80. sæti, en skoðum aðeins nánari staðreyndir..
Í október vorum við í 70. sæti með 9,421 flettingar eða um 0.20% af heildarflettingum huga.
Í september vorum við hinsvegar í 64. sæti með 10,708 flettingar eða um 0.23% af heildarflettingum huga.
Í ágúst vorum svo í 80. sæti með 7,267 flettingar eða um 0.17% af heildarflettingum huga, ætlum við nokkuð að halda annan ágúst í nóvember? Ég vona ekki, nökkuð daufur mánuður.
Í nóvember komu inn hvorki meira né minna en 23 greinar og var Regza þar fremst í flokki með heilar 6 greinar. Þetta var mikil aukning frá síðustu mánuðum en þar voru greinarnar:
Í ágúst: 1 grein
Í september: 1 grein
Í október: 3 greinar
Þetta skilaði sér heldur betur í tölfræðinni en niðurstöðurnar fyrir nóvember eru þær að /hestar voru í…… *trommusláttur*
….. 29.sæti með 30.156 flettingar eða 0,63% af heildarflettingum á Huga. Þetta er hækkun um 41 sæti og 20.736 flettingar frá því í október og megum við öll vera stolt af þessum tölum :)
Viljum við stjórnendur bara nota tækifærið og óska ykkur öllum til hamingju með þennan árangur og hvetja ykkur til að vera áfram dugleg að senda inn greinar og efni ;) Líst ykkur ekki vel á þessar tölur?? :)
Kveðja,
fyrir hönd stjórnenda,
Paniolo.