Jæja, nú hefur talsvert borið á því að verið sé að senda inn copy/paste greinar annars staðar frá undanfarið.. Við höfum leyft þetta svona við og við ef lítil virkni hefur verið á áhugamálinu en þar sem áhugamálið er nú á mikilli uppleið hvað varðar virkni þá ætlum við nú að segja stopp á þetta í bili.
Hugsanlegt er að við gerum undantekningu ef um sérstakt tilfelli er að ræða og mjööög merkilega grein ;) en þá viljum við a.m.k. fá smá texta frá notandanum með, og auðvitað þarf að taka fram hvaðan greinin er fengin.
Í sambandi við myndir þá viljum við minna notendur á að fara aðeins í gegnum albúmið áður en það sendir inn myndir svo við séum ekki alltaf að fá sömu myndirnar aftur og aftur.
Tökum það líka fram að copyright myndir eru ekki vel séðar…
Annars bara, keep up the good work ;)
Kveðja, stjórnendur.