Sæl öll!
Okkur stjórnendum datt í hug að hafa smá greinaátak til að lífga upp á áhugamálið í sumar, og efni átaksins er “Eftirminnilegasti hesturinn” - getur verið hestur sem við eigum/höfum átt, hestur sem við höfum farið á bak eða séð einhvers staðar eða jafnvel einhver frægur, bara það sem ykkur dettur í hug.. Og þá bara lýsa honum, útliti, persónuleika eða segja sögu af honum til dæmis ;)
Þannig að nú hvetjum við alla til að láta hendur standa fram úr ermum og byrja að skrifa :)
Minnum á að til að við getum samþykkt greinar þurfa þær að vera þónokkrar línur og þokkalega uppsettar, ef við fáum greinar sem eru 2-3 setningar þá fara þær bara á korkana..
Sumarkveðja, fyrir hönd stjórnenda,
Sigrún24 :)