Taumar og val á þeim
Margir hverjir eru í vandræðum um hvernig tauma þeir eiga að kaupa því það er svo mikið úrval af allskonar taumum. Hér á eftir koma nokkrar lísingar á nokkrum tegundum tauma.
Borðataumar með engu: Borðataumar með engu geta svosem verið ágætir, þó ég hafi litla sem enga reynslu af þeim. Þeir eru góðir fyrir fólk sem hefur eingar áhyggjur af gripi. Það þarf ekkert að bera á þessa tauma en þó er gott að hreinsa þá við og við með rökum klút.
Borðataumar með stoppurum: Mjög svipaðir borðataumum með engu nema að það eru stopparar á þessum taumum sem gefa betra grip. Stopparar eru að mínu mati magnaðasta uppfinning sem fundin hefur verið upp fyrir tauma, ég ráðlegg öllum að fá sér taum með stoppurum.
Borðataumar með gúmmí: Þessir taumar eru mjög góðir fyrir hvaða fólk sem er.
Það er mjög gott grip á þessum taumum og eru þeir því mjög henntugir. Eins og með hina borðataumana þá er gott að hreinsa þá með rökum klút.
Borðataumar með stoppurum og gúmmí: Þessir taumar eru henntugir fyrir krakka og þá sem að hafa miklar áhyggjur af gripi. Gott að hreinsa þá með rökum klút.
Leðurtaumar með engu: Nokkuð svipaðir borðataumum með engu nema að það er heldur meira grip á þessum taumum. Það þarf að bera reglulega á þessa tauma með leðurolíu.
Leðurtaumar með stoppurum: Nú erum við að tala saman sko. Þetta eru að mínu mati mjög svo henntugir taumar og einstaklega henntugir til þess að sýna með. Það er ágætis grip á þeim. Ég ríð alltaf út með svona taum. Það þarf að bera reglulega á þá með leðurolíu.
Fléttaðir leðurtaumar: Þetta eru fínustu taumar, gripmiklir og mjúkir. Það þarf að bera reglulega á þá með leðurolíu.
Ég vona að þetta eigi eftir að nýtast ykkur þegar þið varið að kaupa taum næst en hér koma nokkrar ráðleggingar í lokin.
Alla leðurtauma þarf að bera reglulega á með leðurolíu, sjálfum finnst mér best að láta þá liggja á kafi í fötu eða einhverju íláti í leðurolíu. Leðurtaumarnir þurfa að vera hreinir og þurrir áður en þeir eru lagðir í bleyti.
Þegar þú kaupir leðurtaum sem hefur einhvern gljáa á sér þá er best að nota hann fyrst í solldinn tíma þangað til annaðhvort gljáinn er farinn að minka eða að taumurinn er farinn að trosna, þá verður að leggja hann í bleyti og leifa honum að liggja í soldinn tíma, taka hann svo uppúr og þurka. Því lengur sem hann liggur því betra.
Takk fyrir.