1. Huganafn
catgirl

2. Aldur:
22

3. Atvinna:
Var að klára 1. ár í Háskólanum í Reykjavík og vinn í sjoppu foreldra minna núna.

4. Hestamannafélag:
Ég er nú á Trausta svæðinu en held ég sé nú ekki skráð í það. Annars hef ég mikið verið á Harðarsvæðinu.

5. Borðar þú hrossakjöt?
Nei, ég gæti bara ekki hugsað mér það. Finnst það vera svona álíka og borða katta eða hundakjöt.

6. Á hvaða aldri varstu þegar þú byrjaðir í hestamennskunni?
Ég var alveg pínku lítil.

7. Af hverju ertu í hestamennsku?
Er annað hægt ef maður hefur einu sinni prufað, eins og óþolandi pringles auglýsingin segir “Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt”.
Mínar bestu stundir hafa verið á hestbaki !

8. Áttu hest ?
Ég á einn hest. Jarpan sem heitir Óríon. Kunningi minn er reyndar með hann í láni og ég hans. Svo er ég mikið á hesti pabba míns sem er einnig jarpur og heitir Freyr. Hann fer aldrei á bak svo ég tel þetta vera svona “minn hest” þar sem enginn fer á hann nema ég.

9. Hver er besti hestur sem þú hefur átt?
Ég get bara engan veginn gert upp á milli þeirra. Allir mismunandi en allir frábærir.

10. Hvar er hesturinn(hestarnir) þinn yfir árið ?
Yfirleitt bara út á túni, minn er reyndar búinn að vera í Mosfellsdalnum í vetur og verður trúlega eitthvað áfram.

11. Átt þú önnur gæludýr (Ef svo er hver )?
Ég á 13 ára gamlan collie hund sem heitir Jerry.

12. Hver er besti stóðhestur á landinu að þínu mati?
Hef enga skoðun á málinu.

13. Finnst þér að fækka mætti hrossum á landinu?
Já. Finnst líka að það mætti fylgjast betur með þessum hrossum sem fyrir eru. Svo margir sem fara illa með hrossin sín :-(

14. Hvert er fegursta hross sem þú hefur augum litið?
Ég átti kolvitlausa meri sem ég seldi fyrir pening og fékk einn þann fallegasta hest sem ég hef nokkurn tíman séð í staðinn. Rauður (er vanalega ekki mikið fyrir rauða litinn), stór, faxmikill og rosalega tignarlegur. Það versta var að þetta var alger letibykkja og ekkert varið í hann. Sem sannar enn og aftur að útlitið skiptir mjög litlu máli ;-)

15. Hvert er besta hross sem þú hefur setið?
Ljótt að gera upp á milli…. hef átt góðar stundir með þeim öllum.

16. Uppáhaldsknapinn?
Enginn.

17. Hver er besti árangur þinn í keppni?
Hef ekki keppt.

18. Lýstu bestu stund þinni á baki hests?
Allar stundir á hestbaki eru frábærar. Tja nema kannski fyrir utan smalamennskuna hehe.
Það tímabil sem stendur trúlega hæst upp úr er árið 1998. Ég reið út með 2 vinum mínum einn vetur og það var pottþétt besti vetur lífs míns !!! Mætti þangað eftir skóla, riðum út, jafnvel mörgum sinnum, slappað af í hesthúsinu eftir á og oft nartað í pizzu og kók drukkið með. Fór einnig með þeim á Landsmótið og í Jónsmessureið Harðar um sumarið og fleira. Ohhhh gömlu góðu tímarnir. Væri alveg til í að endurlifa þessa mánuði svo lengi sem ég lifi !!

19. Hver er undirstaðan að góðri reiðmennsku?
Það er bara svo margt. Virðing fyrir hestinum og öðlast virðingu hans tel ég eitt af því mikilvægasta.

20. Hvað finnst þér um þetta áhugamál?
Það er ágætt, vantar meira líf í það samt.

21. Helsta framtíðartakmarkið?
Bara lifa lífinu lifandi ;-) Stunda hestamennskuna fram í rauðan dauðann og bara reyna að vera sem hamingjusömust :-)

22. Eitthvað að lokum?
Hmm ekkert sem mér dettur svona í hug svo ætli ég láti þetta ekki bara gott heita.