Fimmtudaginn 2.des 2010 kl 20:30 verður opinn félagsfundur hjá hestamannafélaginu Geysir. Fundurinn verður haldinn í andyri Rangárhallarinnar á Gaddstaðaflötum. Aðalfundarefnið er framtíð Gaddstaðaflata og allt sem við kemur því svæði.

Nú eru félagsmenn hvattir til að mæta og tjá sig um þessi mál, einnig koma með frábærar hugmyndir sem hægt er að framkvæma á svæðinu. Einnig tjá okkur hvernig þeir vilja sjá Gaddstaðaflatir í framtíðinni. Vonadi sjáum við sem flesta.

Stjórnin
mbk. Böðvar Guðmundsson