Meðaleinkunn sýndra hross var 8,14 og var meðalaldur þeirra 5,6 ár. 3 af þeim hlutu 8,0 eða hærra í aðaleinkunn. Langefstur í þeim hópi er stóðhesturinn Hraunar frá Efri-Rauðalæk sem hlaut hvorki meira né minna en 8,72 í aðaleinkunn og er það hæsta einkunn sem gefin hefur verið stóðhesti þetta árið.
Fulltrúar búa sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna HEÞ
Ræktendur á Efri-Rauðalæka hafa í allmörg ár stunda farsæla hrossarækt og hafa hross frá þeim oft á tíðum staðið í fremstu röð í kynbótasýningum og keppnum Þetta er í þriðja sinn sem Efri-Rauðalækur hlýtur titilinn ræktunarbú HEÞ en farið var að veita þessa viðurkenningu árið 2001. Búið var jafnframt tilnefnt til ræktunarverðlaunanna á landsvísu.
Auk þess voru tilnefnd: Árgerði, Sámsstaðir og Ytra-Dalsgerði
http://hestafrettir.is/Frettir/9516/
mbk. Böðvar Guðmundsson