Gangmyllan vill horfa til framtíðar í sinni ræktun sem og þeirri þjónustu sem þau bjóða unnendum Íslenska hestsins. Það að merkið skuli vera hringlaga á að undirstrika það að Íslenski hesturinn er ekki einskorðaður við Ísland heldur er hann alltaf á hverju ári að leggja undir sig fleiri og fleiri lönd, þannig að allur heimurinn er í raun markaðssvæði Gangmyllunnar.
Hugmyndasmiðir og hönnuðir merkisins eru Guðbrandur Stígur Ágústsson og Stofa 53, en þar ráða ríkjum þeir Úlfar Örn Valdimarsson listamaður og Tómas Hjálmarsson.hönnuður.
http://hestafrettir.is/Frettir/9513/
mbk. Böðvar Guðmundsson