Vegna frétta sem birst hafa um innflutning á reiðtygjum og fatnaði við tollskoðun á bíl vil ég koma því á framfæri að mér þykir mjög leitt að hafa orðið á þessi mistök. Að baki bjó ekki sá ásetningur að smygla neinu inn í landið heldur var þetta gert í hugsunarleysi. Um er að ræða mín eigin reiðtygi sem ég tók með mér og notaði erlendis.
Mér átti vitanlega að vera ljóst að ekki mætti flytja þau notuð aftur til landsins og get með engu móti réttlætt þessa yfirsjón. Vegna þessa bið ég alla sem málið varðar innilegrar afsökunar.
Virðingarfyllst,
Valdimar Bergstað yngri