Litningur vakti strax mikla athygli sem folald enda er hann í senn rauðskjóttur og brúnskjóttur en slíkt hefur ekki sést fyrr í íslenska hrossastofninum. Enn er beðið niðurstaðna rannsókna á Litningi og foreldrum hans um hvað veldur hinni sérkennilegu litasamsetningu. Annars vegar telja menn að tveir fósturvísar hafi runnið saman í einn en hins vegar að um stökkbreytingu sé að ræða. Sé um stökkbreytingu að ræða er líklegt að liturinn erfist áfram en von er á fyrstu folöldunum undan Litningi næsta vor.
Áhugasamir eru hvattir til að kíkja á Litning á aðventunni en opið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla daga frá klukkan 10 til 17.
http://hestafrettir.is/Frettir/9507/
mbk. Böðvar Guðmundsson