Stóðhesturinn Dagur frá Strandarhöfði er ekki undan Baldri frá Bakka samkvæmt DNA rannsókn. Árið 2007 var sýni tekið úr Degi og ekkert svar hafði borist fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segir að Dagur sé ekki undan Baldri en sé líklega undan skyldum hesti. Hestafréttir hafði samband við ræktanda Dags sem er Albert Jónsson.
Albert sagði að það gæti verið að Dagur væri undan Bassa frá Bakka sem er undan Kjarval frá Sauðárkróki og Söndru frá Bakka þar með bróðir Baldurs, en þetta var á þeim tíma sem hann var að flytja frá Votmúla að Strandarhöfði og var að vinna á Stóra-Hofi. Þannig að þetta hefur gerst án hans vitundar og harmar hann það “ Allt getur gerst í sveitinni" sagði Albert að lokum.
http://hestafrettir.is/Frettir/9503/
mbk. Böðvar Guðmundsson