Rauðka var undan Ljónslöpp 1817, fædd 1939. Ekki finnst neinn kynbótadómur á henni, en hún vann gæðingakeppnina á tveimur fjórðungsmótum fyrir austan og var annálaður gæðingur þess tíma. Til gamans má geta að ættir allra Ketilsstaðahrossa má reka til þessarar hryssu. Vert er að minnast á að Ljónslöpp ogVakning sem m.a er móðir Brimnis ogVakars, eru sammæðra og eru þær báðar með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Faðir Ljónslappar er Oddur frá Selfossi sem er undan Kjarval frá Sauðarkróki og Leiru frá Þingdal , hún var með 1 verðlaun og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Kjarval var efstur i fimm vetra flokki á Landsmótinu á Gaddstaðaflötum 1986 og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Faðir Ljóna er Álfasteinn frá Selfossi, hann er með 8,54 í aðaleinunn, en hann er búinn að ná skilyrðin fyrir 1 verðlaun fyrir afkvæmi, aðeins níu vetra gamall og eins og er með 123 stig í kynbótamati. Álfasteinn er undan Álfadísi frá Selfossi sem fékk 8,31 i aðaleinkunn fjögurra vetra gömul og Keili frá Miðsitju sem er efstur stóðhesta á Landsmótinu á Vindheimamelum 2002 og er með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
Móðir Álfadísar er Grýla frá Stangarholti sem er af Kleifaætt og er dóttir Kolfinns frá Kjarnholtum. Faðir Álfadísar er Adam frá Meðalfelli sem var með 8,24 i aðaleinkunn þ.a 9,0 fyrir tölt, geðslag og fegurð i reið og samtals 8,65 fyrir hæfileika.
Ljóni er með 8, 44 fyrir byggingu, þar af 9,0 fyrir fótagerð og 9,5 fyrir hófa og sem má teljast sérstakt.
Ljóni er stór og fallegur hestur, sterklega vaxinn, jafnvígur alhliðahestur. Hann er mjög skrefstór með háar og mjúkar hreyfingar, geðslagið er hreint og viljinn góður.
Sköpulag: 7,5 8,5 8,0 8,5 9,0 6,5 9,5 8,0. 8,44
Hæfileika: 8,5 8,5 8,0 8,0 8,5 8,5 8,0 8,5 7,5 8,35 Samtals: 8,39
122 stig í kynbótamat
http://hestafrettir.is/Frettir/9496/
mbk. Böðvar Guðmundsson