Á hrossaræktarráðstefnunni í gær voru í fyrsta skipti afhent verðlaun, sem Félag hrossabænda gefur, til þess knapa sem sýnt hefur hross í hæsta hæfileikadóm á árinu, án áverka. Verðlaunin hlaut Þórarinn Eymundsson sem sýndi hryssuna Þóru frá Prestsbæ í 8.99 fyrir hæfileika sl. sumar.
Þórarinn er hestamönnum að góðu kunnur, margverðlaunaður og prúður reiðmaður, vel að slíkum verðlaunum kominn. Þóra frá Prestsbæ er sjö vetra, undan Orra frá Þúfu og Þoku frá Hólum, en eigendur hennar og ræktendur eru Inga og Ingar Jensen.
Félag hrossabænda óskar Þórarni til hamingju með viðurkenninguna og vonar að þessi nýju verðlaun verði knöpum hvatning til dáða á leiðinni að stöðugt bættri reiðmennsku á íslenskum hrossum.

Þórarinn gat ekki verið viðstaddur afhendinguna í dag, en systir hans Heiðrún Ósk Eymundsdóttir tók við verðlaununum úr hendi Sólveigar Stefánsdóttur, sem sjálf er þekkt fyrir að vera talsmaður prúðrar og sanngjarnar reiðmennsku.

http://hestafrettir.is/Frettir/9494/
mbk. Böðvar Guðmundsson