Bringa frá Feti er fædd 1994 og er hæst yfir allar hryssur sem sýndar hafa verið 6 vetra. Hún er með 121 stig í kynbótamati og 8.66 í aðaleinkunn. Bringa á átta afkvæmi, fjögur eru sýnd og þrjú í 1 verðlaun. Elsta afkvæmi Bringu er fætt árið 2001. Brynja frá Árbæ er hæst dæmda afkvæmi hennar með 8.14 í aðaleinkunn. Bringa er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Brynju frá Skarði(7.64).
Hryðja frá Hvoli er fædd 1998, hún er önnur hæst með 8.65 í aðaleinkunn. Hún á sjö afkvæmi skráð, tvö sýnd og eitt í 1 verðlaun, það er Hvinur frá Hvoli fæddur 2004 með 8.15 í aðaleinkunn. Kynbótamat Hryðju er 124 stig. Hún er undan Óði frá Brún(8.34) og Eldingu frá Víðidal(8.18).
Ösp frá Hólum er fædd 2000, hún er þriðja hæsta með 8.64 í aðaleinkunn. Hún á þrjú afkvæmi, elsta fætt 2007. Hún er með 125 stig í kynbótamati. Ösp er undan Markúsi frá Langholtsparti(8.36) og Þokkabót frá Hólum(7.89).
Lukka frá Stóra-Vatnsskarði er fædd 2001 og var sýnd í 8.61 6 vetra gömul. Hún á tvö afkvæmi, elsta er fætt 2009. Lukka er undan Gjafari frá Stóra-Vatnsskarði(7.77) og Freistingu frá Stóra-Vatnsskarði(7.79).
mbk. Böðvar Guðmundsson