Hinn árlegi Haustundur HEÞ verður að þessu sinni haldinn í Hlíðarbæ Hörgársveit fimmtudagskvöldið 25. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Á fundinum verður valið ræktunarbú ársins á félagssvæðinu, auk þess sem ræktendur efstu hrossa í kynbótadómi hljóta viðurkenningar.
Eftirtalin 4 bú eru tilnefnd að þessu sinni: Árgerði, Efri-Rauðilækur, Sámsstaðir og Ytra- Dalsgerði. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ fer yfir sviðið í hrossaræktinni og Brynjar Skúlason og Sigríður Bjarnadóttir kynna verkefni sem þau unnu sem BS-verkefni á Hólaskóla og var lokaáfangi BS-náms í hestafræðum þar sl.vor. Brynjar fjallar um vöxt og stærð íslenska hestsins og Sigríður fjallar um álag á keppnishesta í fimm keppnisgreinum Meistaradeildar KS sem fór fram fyrr á þessu ári.
Kaffiveitingar í boði Samtakanna.
www.hryssa.is
mbk. Böðvar Guðmundsson