Hún hófst með reyðtygjaþrifum í Fellskoti en þangað mættu milli 40- 50 manns að þrífa reiðtygin. Til stendur að hafa reiðnámskeið og auðvitað verður farið á æskan og hesturinn. Undanfarin ár hefur verið haldinn æskulýðsdagur í mai og farinn útreiðartúr í júlí- ágúst.
Uppskeruhátíðin tókst vel, fyrirlesari kvöldsins var Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningarmaður í Fellskoti. Hann fræddi krakka og unglinga um eðli hestsins. Þá var tilkynnt um að Logi hafði fengið æskulýðsbikar LH og tekin mynd af öllum börnum og unglingum með bikarinn ásamt unglingabikar HSK sem Logi hlaut einnig á árinu, ótrúlegur árangur það.
Farandgripurinn Feykir sem veittur er þeim einstaklingi sem á einn eða annan hátt hefur sýnt framfarir á sviði hestamennskunnar og jafnframt verið öðrum góð fyrirmynd og hlaut hann Jón Óskar Jóhannesson frá Brekku. Hestamannafélagið óskar öllum börnum og unglingum til hamingju með öll verðlaunin. Það má með sanni segja að þau hafi staðið sig vel með því að mæta og vera ótrúega áhugasöm um allt sem viðkemur hestamennskunni og æskulýðsstarfinu.
Kveðja nefndin
mbk. Böðvar Guðmundsson