Verkleg þjálfun nýtist nemendum t.d.við járningar á keppnis- og kynbótahrossum og hvernig járningar á sýningarhrossum eru skipulagðar yfir lengri tíma. Einnig verður farið yfir notkun á hóffylliefnum og efnum til hófviðgerða.
Námskeiðið tekur tvo daga – Annars vegar geta 10 þátttakendur tekið þátt í bóklegri og verklegri fræðslu báða dagana og komið með eigið hross sem verður að vera tamið og þægt í járningu – hins vegar getur ákveðinn fjöldi mætt sem áheyrendur á laugardeginum, án hross, enda er sá dagur að stórum hluta tileinkaður sýnikennslu og fyrirlestrum. Farið verður yfir bókleg og verkleg atriði báða dagana.
Leiðbeinandi: Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.
Staður og stund: lau. 20. nóv. Kl. 10:00-18:00 og sun. 21. nóv. kl. 10:00-16:30 (18 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ að Miðfossum.
Verð:
1. Verkleg kennsla með eigið hross, 2 daga (10 hámark): 25.000 kr.
2. Sýnikennsla og fræðsla á laugardegi, án hests: 13.000 kr
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 6.000 kr fyrir þá sem taka báða dagana, 3000 kr fyrir laugardaginn (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is.
mbk. Böðvar Guðmundsson