Má bjóða þér Orkulykill eða Afsláttarkort?
1) Orkulykill er beintengdur við greiðslukort (debet eða kredit). Alltaf þegar greitt er með Orkulyklinum er tekið beint af kortinu. Þessi greiðslumáti er skráður á kennitölu notandans. Sótt um Orkulykilinn hér. Virkja þarf Orkulykilinn þegar þú færð hann í hendur.
2) Afsláttarkort: Kortið er ótengt greiðslukorti og veitir afslátt hvort sem greitt er með peningum, debetkorti eða kreditkorti. Afsláttarkort eru ekki skráð á kennitölu notanda. Sótt um Afsláttarkortið hér. Afsláttarkortið kemur til þín tilbúið til notkunar.
Orkukort og Afsláttarkort virka bæði á bensínstöðvum Shell og Orkunnar.
Mikilvægt er að þið skrifið „Hestamenn 100“ í reitinn „Hópur“ til að fá þessi sérkjör.
Kjörin sem bjóðast í þessum greiðslumátum:
5 kr afslátt hjá Orkunni af sjálfsafgreiðsluverði (afsláttur af lægsta verðinu).
6 kr afslátt hjá Shell af dæluverði (afsláttur af lægsta verðinu hjá Shell).
10 kr upphafsafsláttur í fyrstu 4 skiptin sem Orkulykillinn/Afsláttarkortið er notað.
10 kr afsláttur á afmælisdag korthafa (gildir ekki á Afsláttarkortum því þau eru ekki skráð á kennitölu)
15-20% afsláttur hjá samstarfsaðilum
Ef frekari spurningar vakna ráðleggjum við þér að hringja á skrifstofutíma í 4443000.
Bestu fáanlegu kveðjur,
Hestafréttir og Skeljungur.
mbk. Böðvar Guðmundsson