opin.
Í tengslum við vörnina verður þann 12 nóvember haldið opið málþing um hrossarækt með erlendum og innlendum fyrirlesurum, sjá nánar á heimasíðu LbhÍ.
Elsa Albertsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1995. Hún er búfræðingur frá Hólaskóla og lauk síðan prófi sem þjálfari og reiðkennari frá sama skóla árið 1998. Elsa lauk kandídatsprófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2001 og licentiatgráðu í erfða- og kynbótafræði frá Sænska landbúnaðarháskólanum árið 2007. Frá árinu 2007 hefur hún verið doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Elsa starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Þingeyinga á árunum 2001-2004 þar sem meginviðfangsefni hennar voru rekstrargreinar, sauðfjárog hrossarækt.
Á þessum tíma var Elsa einnig framkvæmdarstjóri Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga, og í stjórn hestamannafélagsins Þjálfa. Við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur Elsa sinnt kennslu í hrossarækt og erfða- og kynbótafræði auk þess að sinna reiðkennslu við endurmenntunardeild. Þá hefur hún starfað sem reiðkennari og hrossaþjálfari og sinnt dómstörfum við kynbótasýningar, og íþrótta- og gæðingakeppni.
Málþing um hrossarækt verður haldið í Ársal 3. hæð, Ásgarði, Hvanneyri 12. nóvember 2010
Fundarstjóri: Ágúst Sigurðsson, rektor, LbhÍ
Öll erindin verða flutt á ensku.
Dagskrá:
10:00-10:05 Ágúst Sigurðsson, LbhÍ: Þingið opnað
10:05-10.45 Steven Janssens, KULeuven: Interstallion – towards an international genetic evaluation of sporthorses
10:45- 11:25 Þorvaldur Árnason, LbhÍ: Comparison of trends in genetic gain and inbreeding in
Icelandic horses, Swedish Standardbred trotters and Nordic trotters
11:25-11:50 Þorvaldur Kristjánsson, LbhÍ: Use of 3-D video morphometric method for studying the
body conformation of Icelandic horses
11:50-13.00 Fundarhlé, hádegisverður
13:00-13:40 Bart Ducro, WUR: Studies on insect bite hypersensitivity in the Netherlands
13:40-14:10 Susanne Eriksson, SLU: Genetic analysis of insect bite hypersensitivity in Swedish born Icelandic horses
14:10-14:40 Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, HÍ: International studies on insect bite hypersensitivity in
Icelandic horses
14:40-15:00 Vilhjálmur Svansson, HÍ: The Icelandic horse biobank
15:00-15:10 Ágúst Sigurðsson, LbhÍ: Samantekt og lokaorð
Skýringar:
LbhÍ = Landbúnaðarháskóli Íslands
KULeuven = Katholieke Universiteit Leuven
WUR = Wageningen University
SLU = Swedish University of Agricultural Sciences
HÍ = Háskóli Íslands
Málþingið er frítt og opið öllum með áhuga á hrossarækt, en mikilvægt er þó að skrá sig hjá Endurmenntun LbhÍ í síma 433 5000 eða um tölvupóstinn endurmenntun@lbhi.is fyrir 11. nóvember. Fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Bent er á staðgóðan hádegisverð í mötuneyti skólans á kr. 1100.- æskilegt er að láta vita um komu sína í mat samhliða skráningunni.
Málþingið er haldið í tengslum við doktorsvörn Elsu Alberstdóttur sem fer fram daginn áður á sama stað.
mbk. Böðvar Guðmundsson