Fimmtudaginn 11. nóvember n.k. fer fram fyrsta doktorsvörnin við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá mun Elsa Albertsdóttir verja ritgerð sína á sviði erfða- og kynbótafræði. Ritgerðin nefnist Samþætt kynbótamat kynbóta-, keppnis- og mætingareiginleika íslenskra hrossa. Andmælendur við vörnina verða þeir Dr. Steven Janssens Katholieke Universiteit Leuven, Belgíu og ir. Bart Ducro Wageningen University, Hollandi. Skólinn hefur frá upphafi haft almenna lagaheimild til að bjóða doktorsnám og hlaut formlega viðurkenningu menntamálaráðherra á doktorsnámi í nóvember 2008 í kjölfar viðurkenningarferils í samræmi við reglur nr. 37/2007 um doktorsnám og 7 gr. laga nr. 63/2006 um háskóla. Fyrsta doktorsvörnin við skólann er því tímamótaviðburður og markar upphaf á nýju tímabili í sögu hans og rannsókna á fræðasviðum stofnunarinnar. Vörnin fer fram í Ársal á 3 hæð í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00. Athöfnin fer fram á ensku og er öllum
opin.

Í tengslum við vörnina verður þann 12 nóvember haldið opið málþing um hrossarækt með erlendum og innlendum fyrirlesurum, sjá nánar á heimasíðu LbhÍ.

Elsa Albertsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1995. Hún er búfræðingur frá Hólaskóla og lauk síðan prófi sem þjálfari og reiðkennari frá sama skóla árið 1998. Elsa lauk kandídatsprófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2001 og licentiatgráðu í erfða- og kynbótafræði frá Sænska landbúnaðarháskólanum árið 2007. Frá árinu 2007 hefur hún verið doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Elsa starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Þingeyinga á árunum 2001-2004 þar sem meginviðfangsefni hennar voru rekstrargreinar, sauðfjárog hrossarækt.

Á þessum tíma var Elsa einnig framkvæmdarstjóri Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga, og í stjórn hestamannafélagsins Þjálfa. Við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur Elsa sinnt kennslu í hrossarækt og erfða- og kynbótafræði auk þess að sinna reiðkennslu við endurmenntunardeild. Þá hefur hún starfað sem reiðkennari og hrossaþjálfari og sinnt dómstörfum við kynbótasýningar, og íþrótta- og gæðingakeppni.


Málþing um hrossarækt verður haldið í Ársal 3. hæð, Ásgarði, Hvanneyri 12. nóvember 2010
Fundarstjóri: Ágúst Sigurðsson, rektor, LbhÍ
Öll erindin verða flutt á ensku.
Dagskrá:
10:00-10:05 Ágúst Sigurðsson, LbhÍ: Þingið opnað
10:05-10.45 Steven Janssens, KULeuven: Interstallion – towards an international genetic evaluation of sporthorses
10:45- 11:25 Þorvaldur Árnason, LbhÍ: Comparison of trends in genetic gain and inbreeding in
Icelandic horses, Swedish Standardbred trotters and Nordic trotters
11:25-11:50 Þorvaldur Kristjánsson, LbhÍ: Use of 3-D video morphometric method for studying the
body conformation of Icelandic horses
11:50-13.00 Fundarhlé, hádegisverður
13:00-13:40 Bart Ducro, WUR: Studies on insect bite hypersensitivity in the Netherlands
13:40-14:10 Susanne Eriksson, SLU: Genetic analysis of insect bite hypersensitivity in Swedish born Icelandic horses
14:10-14:40 Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, HÍ: International studies on insect bite hypersensitivity in
Icelandic horses
14:40-15:00 Vilhjálmur Svansson, HÍ: The Icelandic horse biobank
15:00-15:10 Ágúst Sigurðsson, LbhÍ: Samantekt og lokaorð

Skýringar:
LbhÍ = Landbúnaðarháskóli Íslands
KULeuven = Katholieke Universiteit Leuven
WUR = Wageningen University
SLU = Swedish University of Agricultural Sciences
HÍ = Háskóli Íslands

Málþingið er frítt og opið öllum með áhuga á hrossarækt, en mikilvægt er þó að skrá sig hjá Endurmenntun LbhÍ í síma 433 5000 eða um tölvupóstinn endurmenntun@lbhi.is fyrir 11. nóvember. Fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Bent er á staðgóðan hádegisverð í mötuneyti skólans á kr. 1100.- æskilegt er að láta vita um komu sína í mat samhliða skráningunni.

Málþingið er haldið í tengslum við doktorsvörn Elsu Alberstdóttur sem fer fram daginn áður á sama stað.
mbk. Böðvar Guðmundsson