Ekki hafa öll lönd svarað hverjir fara fyrir þeirra hönd þar á meðal íslendingar.
En fyrir Noreg fara Camilla Mood Havig og Herjan från Lian, þau eru norskir meistarar og norðurlandameistarar í fimmgangi. Frá Danmörku fara Frederick Rydström og Krókur frá Efri-Rauðalæk, þeir eru danskir meistarar og brons hafar í fimmgangi á norðurlandameistaramótinu. Frá Finnlandi fara Katie Brumpton og Smári från Askagården. Fyrir hönd Svíþjóðar fara Josefin Birkebro og Kjarni vom Wallberg, þau eru sænskir meistarar í fimmgangi og silfur hafar á norðurlandameistaramótinu í fimmgangi, Helene Gustafsson og Borgfjord vom Wiesengrund, þau urðu önnur á Sænskameistaramótinu og hún er einnig knapi í landsliðinu, Guðmundur Einarsson og Döggvi frá Bægisá, Gummi er tvöfaldur heimsmeistari og Norðurlandameistari í gæðingaskeiði.
Á laugardagskvöldið verður glæsileg fjölskyldusýning, allt verður glóandi í anda Oriante, fljúgandi teppi og hugsanlega kameldýr.
mbk. Böðvar Guðmundsson