Á stórhátíð Skagfirskra hestamanna n.k. laugardagskvöld 30. okt. í Miðgarði mun HSS veita farandgripi sína. Það eru: Ófeigsbikarinn er viðurkenning fyrir hrossaræktarbú ársins. Valið byggir bæði á árangri hrossa á kynbótabrautinni og keppnisvellinum. Þau hrossaræktarbú sem til álita koma í þessum flokki eru í stafrófsröð:
Flugumýri II
Hafsteinsstaðir
Hólar í Hjaltadal
Prestsbær


Kraftsbikarinn er veittur þeim knapa sem bestum árangri hefur náð við sýningu kynbótahrossa á árinu. Eftirfarandi knapar eru tilnefndir í stafrófsröð:


Bjarni Jónasson
Gísli Gíslason
Mette Mannseth
Þórarinn Eymundsson


Sörlabikarinn kemur síðan í hlut eigenda að því hrossi sem hæsta einkunn hefur hlotið í kynbótadómi á árinu. Skilyrði er að hrossið sé með skagfirskan uppruna og að eigendur þess eigi lögheimili í Skagafirði.
mbk. Böðvar Guðmundsson