Fundirnir eru ætlaðir reiðkennurum og leiðbeinendum sem eru að kenna eða ætla sér að kenna Knapamerki á næstunni. Jafnframt eru velkomnir á fundina þeir sem hafa haft séð um skipulag og framkvæmd námskeiða s.s. fulltrúar skóla og fræðslunefnda, umsjónaraðilar reiðhalla og aðrir sem að einhverju leyti bera ábyrgð á framkvæmd og kennslu í Knapamerkjum.


Þau atriði sem komið verður inn á eru m.a.:

• Staða á endurskoðun Knapamerkjanna og þýðingum
• Tölfræði úr niðurstöðum prófa sl. ár
• Reglur og útfærslur er varða próf og prófdæmingar
• Notkun á gagnabanka
• Reglur er varða 5. stig Knapamerkjanna sérstaklega
• Sýnd verða dæmd próf á myndböndum (3, 4 og 5 stig)
• Annað sem fundagestir vilja ræða


Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum og tímum.


Mánudaginn 8 nóv. Bændahöllinni v/Hagatorg (3h) Kl. 20.00

Miðvikudaginn 24 nóv. Reiðhöllinni Akureyri Kl. 20.00

Það er mikilvægt að sem flestir prófdómarar og kennarar sjái sér fært að mæta á þessa fundi til að geta aðlagað Knapamerkjakennslu og prófdæmingu að þeim áherslum sem settar eru fram til að auka gæði og samræmingu í Knapamerkjanáminu.

Sjálfsagt er að halda fleiri fundi sé eftir því óskað og þörf á.

Viðkomandi aðilum bent á að hafa samband:
helga@thingeyrar.is eða í síma: 863-4717
mbk. Böðvar Guðmundsson