það voru Þóra Höskuldsdóttir, Ágústa Baldvinsdóttir, Kolbrún Malmquist, Pálína Höskuldsdóttir, María Catharina Grós, Valþór Ingi Karlsson, Ríkharður Ólason, Rósa Guðbjört Austfjörð og Jón Stefán Þorvarðsson sem fengu verðlaun í þetta sinn.
Mestu framfarir á reiðnámskeiði hlaut Kolbrún Malmquist.
Knapi ársins í barnaflokki var, Ólafur Göran Grós
Knapi ársins í unglingaflokki var, Fanndís Viðarsdóttir
Gæðingaknapi Léttis í barna eða unglingaflokki var, Þóra Höskuldsdóttir
Andrea Þorvaldsdóttir formaður Léttis kynnti fyrir krökkunum æskulýðsstarf sem Landsamband hestamannafélaga heldur í samstarfi við FEIF alþjóða samtök íslenska hestsins. En það eru FEIF Youth Cup og Youth Camp. Krakkarnir voru mjög áhugasöm um þessa viðburði og stefna einhver þeirra á að reyna að komast með á næstu árum.
Á hátíðinni kepptu krakkarnir í Prikahest bæði í fjórgangi á Prikahesti og hver gerði flottasta hestinn. Fjórganginn vann Pálína Höskuldsdóttir og átti Þóra Höskuldsdóttir flottasta hestinn.
Eftir keppni og verðlaunaafhendingar voru grillaðir hamborgarar og krakkarnir fóru í leiki.
Með bestu kveðju.
Æskulýðsnefnd Léttis.
mbk. Böðvar Guðmundsson