Björk frá Litlu-Tungu 2 er hæst yfir allar hryssur sem sýndar hafa verið 4 vetra. Hún hlaut 8.49 4 vetra gömul og er hæst yfir allan heiminn frá upphafi kynbótasýninga. Björk er fædd 2000 og á sex afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2005 og ekkert er sýnt. Kynbótamat Bjarkar er 120 stig. Hún er undan Spuna frá Miðsitju(8.33) og Brá frá Þverá, Skíðadal(7.56).
Þrá frá Hólum er önnur með einkunnina 8.48. Hún var fædd 1978, hún á fimmtán afkvæmi skráð, tólf eru sýnd, elsta er fætt 1983 og níu eru í 1 verðlaunum. Hæst dæmda afkvæmi hennar er Þoka frá Hólum með einkunnina 8.64. Þrá hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Kynbótamat Þráar er 120 stig. Hún er undan Þætti frá Kirkjubæ(8.16) og Þernu frá Kolkuósi(8.02), til gamans má geta að Þrá og hæfileikabomban Rauðhetta frá Kirkjubæ eru hálfsystur.
Elva från Solbacka er þriðja með einkunnina 8.41, hún er fædd 2006. Hún á ekkert afkvæmi. Kynbótamat Elvu er 119 stig. Hún er undan Hraunari frá Efri-Rauðalæk(8.72) og Svölu från Solbacka(8.40).
Samba frá Miðsitju er fjórða með einkunnina 8.38. Hún er fædd 1998, á sjö afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2003, tvö eru sýnd og bæði í 1 verðlaunum. Samber frá Ásbrú er hæstur með einkunnina 8.21. Kynbótamat Sömbu er 125 stig. Hún er undan Orra frá Þúfu(8.34) og heiðursverðlauna hryssunni Kröflu frá Sauðárkróki(8.26).
Spyrna frá Holtsmúla 1 og Gletta frá Þjóðólfshaga 1 eru jafnar í fimmta til sjötta með einkunnina 8.35.
Spyrna er fædd 1996, hún á sex afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2002 og ekkert sýnt. Hún er með 117 stig í kynbótamati. Hún er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Söru Borgfjörð frá Holtsmúla 1(7.56).
Gletta er fædd 2004 og á ekkert afkvæmi. Kynbótamat Glettu er 123 stig. Hún er undan Huginn frá Haga I(8.57) og Glóð frá Jórvík 2(8.11).
Leista frá Lynghóli, Fold frá Auðsholtshjáleigu, Þjóð frá Skagaströnd og Vordís frá Auðsholtshjáleigu eru jafnar með einkunnina 8.34.
Leista er fædd 2002, á þrjú afkvæmi skráð í WF,elsta er fætt 2007 og þar með ekkert sýnt. Kynbótamat Leistu er 123 stig. Hún er undan Hróðri frá Refsstöðum(8.39) og Rispu frá Eystri-Hól(8.26).
Fold er fædd 1999 og á tvö afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2006 og er það Alda frá Auðsholtshjáleigu með einkunnina 7.95. Kynbótamat Foldar er 121 stig. Hún er undan Skorra frá Blönduósi(8.32) og Fjöður frá Ingólfshvoli(7.89).
Þjóð er fædd 2002, hún á fjögur afkvæmi, elsta er fætt 2007 og þar með ekkert sýnt. Kynbótamat Þjóðar er 126 stig. Þjóð er systir Kvists frá Skagaströnd. Hún er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Sunnu frá Akranesi(8.16).
Vordís er fædd 1997 og á átta afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2002, tvö eru sýnd og bæði í 1 verðlaunum. Vár frá Auðsholtshjáleigu er hæsta afkvæmi hennar með einkunnina 8.36. Kynbótamat Vordísar er 128 stig. Hún er alsystir Gára frá Auðsholtshjáleigu. Hún er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Limru frá Laugarvatni(8.07).
Alda frá Brautarholti, Álfadís frá Selfossi og Veröld frá Hákoti eru jafnar með 8.31 í aðaleinkunn.
Alda er fædd 2000, hún á fimm afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2005 og ekkert sýnt. Hún er systir Akks frá Brautarholti. Kynbótamat Öldu 120 stig. Hún er undan Dyn frá Hvammi(8.47) og Öskju frá Miðsitju(8.16).
Álfadís er fædd 1996, hún á níu afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2001, fjögur eru sýnd og öll í 1 verðlaun. Álfasteinn frá Selfossi er hæst dæmda afkvæmi hennar með einkunnina 8.54. Álfadís er með 119 stig í kynbótamati. Hún er undan Adam frá Meðalfelli(8.24) og Grýlu frá Stangarholti(7.69).
Veröld er fædd 2004, hún á eitt afkvæmi fætt 2009. Kynbótamat Veraldar er 125 stig. Hún er undan Orra frá Þúfu(8.34) og Bellu frá Kirkjubæ(8.02).
Veröld frá Hákoti.
Frigg frá Miðsitju er fædd 1999 og var sýnd í 8.30 4 vetra. Hún á fimm afkvæmi skráð í WF, elsta er fætt 2005 og eitt sýnt, hún Hóladís frá Hólum með einkunnina 7.55. Kynbótamat Friggjar er 116 stig. Hún er undan Keili frá Miðsitju(8.63) og Flugu frá Sólheimum(ekki sýnd).
mbk. Böðvar Guðmundsson