Tóks að koma hluta þeirra niður af fjallinu þann dag og afgangnum daginn eftir. Þau voru í fremur slæmu ásigkomulagi enda gróður og vatnslaust uppá fjallinu þar sem þau héldu sig.
Á laugardag var svo afgangurinn af stóðinu sóttur þangað sem hann hélt sig á Sigríðarstaðadal. Tókst að koma hrossunum til réttar eftir miklar sviptingar á laugardag rétt fyrir myrkur utan einu sem tókst að snúa á þá sem smöluðu. Þegar hrossin sem eingöngu voru tryppi voru dregin sundur s.l. sunnudag voru þau hin spökustu við eigendur sína og allt æði runnið af þeim.
mbk. Böðvar Guðmundsson