Hrossin eru alls fjögur sem engin einstaklingsmerki hafa en auk þeirra er hryssa með ógreinilegt mark og henni fylgir jarpt merfolald.
Í hópnum er brúnn ógeltur foli sem Gauti telur að komi úr Skagafirði og þykir líklegt að hann gangi út. Ef ekki finnast réttir eigendur að hrossunum í bráð verða þau boðin upp um miðjan október í Skrapatungurétt.
Gauti segir ástandið óviðunandi hvað einstaklingsmerkingar á hrossum varðar en reglugerð þar um segir að öll hross skulu örmerkt og telur hann að þeim tilfellum fjölgi að hross án einstaklingamerkingar komi til réttar ef eitthvað er. Vill hann benda bændum á að fara að lögum og merkja sín hross svo komast megi hjá óþægindum sem þessu fylgir.
mbk. Böðvar Guðmundsson