Hestarnir eru eins mismunandi og þeir eru margir, sumir eru spenntir en aðrir slakir, sumir lónserast auðveldlega meðan aðrir lónserast varla yfir höfuð, þar með verða aðferðirnar við lónseringu að vera fjölbreyttar eftir hesti og aðstæðum.
Hestur sem lónserast vel þarf ekki aðhald til að lónserast, þá er hægt að lónsera klárinn á víðavangi með ekkert nema taum á milli. En þegar hesturinn er að læra þá þarf helst að hafa aðhald, aðhaldið getur verið hringgerði sem er í raun lang þæginlegast, en þar sem við komumst ekki öll í hringgerði þá er eining hægt að vera í venjulegu gerði eða við svokallaðan lónseringarstaur, hér á eftir á ég eftir að minnast á það allt.
Til að byrja með
Þegar hesturinn er að byrja að læra að lónserast er í raun best að hafa hann bara lausan, hef séð lónseringu fara í rugl útaf hesti sem var ljónstyggur og snéri við út á við og vafði taumnum um hálsinn á sér, þá var ekkert annað hægt að gera en sleppa til að hengja ekki klárinn. Það var vissulega heppni að það var ekki búið að setja tauminn á staurinn þegar þetta gerðist, en það sem verra var var að klárinn stökk yfir gerðið, sturlaður af hræðslu við tauminn sem dróst á eftir honum en það tókst að lokum að reka hann inn á hús og inn í stíu svo þetta fór allt vel og í dag lónserast hann vel.
Búnaður
Faglegur búnaður er snúrumúll eða lónseringarmúll, lónseringarpískur (langur pískur með spotta framan á) og langur taumur með lykkju á ef notaður er staur.
En við erum ekki öll fagleg og getum því flest reddað okkur með stallmúl, stuttan písk og langt reipi ekki satt?
Að lónsera lausan hest, aðferðin sem kend var á frumtamingarnámskeiðinu á Miðfossum fyrir skömmu, eða eins og ég man hana..
Þegar maður lónserar hest lausan, þá byggir allt á að atferli mannsinns sé svipað og hestur myndi gera, þannig að hesturinn skilji mann, þegar hesturinn er hvattur áfram er horft á hann, staðið reist og sett öxlina sem heldur á písknum aðeins fram og pískinn neðarlega afturfyrir hestinn, þ.e. þá hendi sem er öfugu megin við þá átt sem hesturinn hleipur. Ef hesturinn fer ekki af stað við hvatningu með rödd og písk er slegið snöggt högg með písknum, hesturinn var búinn að fá viðvörun, ef hesturinn fer en ekki af stað eða sýnir tilþrif í að slá til manns er slegið á sinina rétt fyrir ofan hófinn á afturfæti, fremur viðkvæmur staður en hann var varaður við.
Pískurinn
Ekki hika við að nota pískinn, ef hestur í haganum ógnar öðrum hesti þá er hann sleginn, engin vægð þar á ferð, ef hestur vill að annar hestur færi sig, þá bítur hann eða slær hann, sömu skilaboð gefum við með písknum.
Niðurhæging
Þegar hesturinn er hægður niður gerir maður sig lítinn og setur hina öxlina fram og písknum er beint framfyrir hestinn, neðarlega en hækkað og bakkað (ef þú bakkar í hringgerði kemstu frekar framfyrir hestinn en ef þú reynir að nálgast hann sem virkar sem hvatning á hestinn) ef hesturinn hægir ekki, ástæðulaust er að skipta um hendi þegar hægt er niður.
Að bjóða hestinum inn
Þegar snúið er við þá er hann hægður niður og gert sig lítinn, horft niður, bakkað og gefið frá sér hljóð til að ná athyggli hestsinns, þannig er hestinum boðið inn. Þetta tekur mislangan tíma eftir hestum en þegar þetta er komið vel á hreint þá er hægt að setja taum við og unnið út frá sömu aðferðum en smá saman blandað taumnum inní.
Við aðrar aðstæður
En við höfum ekki öll aðgang að hringgerði, en flestir hafa nú aðgang að venjulegu gerði eða allavega þeir sem hafa hesta á húsi. Eftir að hafa unnið svoldið með “taminn” hest, sem lónseraðist ekki í taumi, lausan í venjulegu kassalaga gerði lausan eftir að hafa séð nágrana minn, í hesthúsunum, lónsera sína hesta lausa þar og leyft þessum hesti að hlaupa með.
Laus í venjulegu gerði
Þetta er aðeins flóknara en engu að síður hjálpar þetta spenntum hestum að slaka á og gefur þeim smá hreyfingu. Þá er hesturinn rekinn áfram eins og verið væri í hringgerði og unnið með fyrrnefndum aðferðum þó svörunin sé ekki eins góð, ef hesturinn fæst illa til að rekast er gott að vera með annan hest sem rekst með, en oft er eining betra að hafa einhvern til að hvetja hestana við hliðið svo hestarnir stoppi ekki alltaf þar. Eitill minn var ljónstyggur þegar þetta var gert fyrst með hann en þegar það var stoppað gat ég labbað að honum gripið í hann og teymt hann inn án nokkurra vandræða, hann hafði bara gaman að hreyfingunni og slakaði á gagnvart manninum.
Við taum
Flestir sem ég þekki vilja lónsera við taum, þá er hægt að vera með staur eða vera í hringgerði ef þess er kostur á. Í hringerði hleypur hesturinn oftast ósjálfrátt hringinn eftir að hann hefur verið settur af stað en passa þarf uppá að hann leiti ekki út á við.
Við taum í venjulegu gerði
Ef maður kemmst bara í gerði við hesthús þarf að hvertja áhveðið þegar hesturinn nálgast húsin þar sem margir hestar vilja stoppa þar, í slíku gerði taka hestarnir oft svolítið í tauminn til að byrja með en það slaknar oftast með tímanum, gott er að gefa og slaka smá til að fá hestinn til að fara á slökum taum.
Að stöðva við taum
Til að stöðva hann er hægt að nota aðferðina úr lausu lónseringunni eða taka snöggt og áhveðið í tauminn og bakka auk þess að segja hó, vóv, stans eða bara flauta, eftir því hvað fólk notar til að hægja hestinn niður. Þarna lærir hesturinn oft að sveigja þýðir stoppa, þetta heftur oft nýst sem undanfari sveigjustopps og reddað manni úr margri rokunni en margir hestar hundsa þetta samt. Best er samt ef hægt er að fá hestinn til að hlaupa á slökum taum hvort sem verið er í hringgerði, við lónseringarstaur eða í venjulegu gerði.
Lónseringarstaurinn
Sjálf nota ég samt mest staurinn, ekki af því að ég velji það heldur einfaldlega af því það er eina aðstaðan sem er í boði hérna, staurinn hefur sína kosti og galla, ef hesturinn tekur í getur hann ekki slitið sig lausan nema múllinn eða spottinn gefi eftir, en þar á móti er ekki hægt að gefa eins mikið eftir.
Þegar lónserað er með staur þá verður önnur hendin undantekningarlaust að vera á spottanum, staurinn er bara til halds og trausts ef hrossið tekur í, ef maður hefur hendina á spottanum getur maður gefið og slakað og fengið hestinn til að hlaupa á slökum taum. Hins vegar er erfiðara að bakka þegar maður notar lónseringarstaurinn svo stundum getur verið erfiðarar að hægja hestinn niður við þær aðstæður og þarf því að treysta meira á aflið til að draga hestinn til sín en eðli hestsinns gagnvart atferli mannsinns.
Á víðavangi
Þegar hesturinn lónserast orðið vel, á slökum taum og hægir auðveldlega niður er hægt að fara að breyta til frá tilbreytingarlausu gerðinu, farið á auðan blett og lónserað þar, þá getur pískurinn jafnvel orðið óþarfur og nægt getur að hvetja með endanum á spottanum, en á víðavangi gilda bara sömu aðferðir og í gerðinu, þetta er bara góð tilbreyting.
En hvaða gagn gerir lónsering?
Lónsering er mjög gangleg til að ná sambandi milli manns og hests, fá hestinn til að hlusta á röddina og slaka á þó það sé einhver pressa á honum. Eining er oft öruggast að setjast á bak á tryppum í tamningu fyrst í lónseringu, eins þegar hrossið er vanið við hnakk og beisli, þá er hægt að hafa smá meiri stjórn á hrossinu þó það hrekkji hnakkinn, allavega öruggara en að missa hrossið frá sér í hrekkjum með hnakkinn og glata honum eða jafnvel slasa sig ef tryppið hrekkjir með knapa á baki, treystið mér jafnvel stilltasta tryppi getur hrekkt ef það er ekki tilbúið og því bregður og slítur sig laust, þá er staurinn góður kostur.. Eins hjálpar lónsering hestum að sveigja sig og eining losar það um brokkið að lónsera, flestir hestar brokka í lónseringu, þó sumir þrjóskist samt við að tölta. Lónsering gerir eflaust meira gagn sem ég bara veit ekki af eða man ekki í augnablikinu.
Að lokum
Varast verður samt að lónsera ekki of lengi í einu þar sem lónseringin er nokkuð einhæf og er þar með drepleiðinleg til lengdar.
Jæja, ég hef eflaust gleymt einhverju en vonandi getur þetta komið einhverjum að gagni ;)
Bætt við 18. febrúar 2007 - 01:11
Gleymdi, þar sem ég kann ekki á tvítaum tók ég hann ekki fyrir í pistlinum hérna, þó hann sé vitanlega hluti af lónseringu.
-