Umönnun
Þegar hestar eru teknir á hús mega þeir ekki fá fulla gjöf í 1-2 vikur eða lengur.
Snöggleg fóðurbreyting getur stafað til vandamála og stundumhrossasóttar. Fóðurbætiskögglar (hnokki og þokki ) og mél (hafrar) eða einhverskonar fóðurbætir er ekki æskilegur fyrr en hestur er komin í brúkun. Fóður lýsi er stundum gefið, þá oftast stóðhestum og því er best að hella yfir heyið.
Passa samt skal alltaf að of nota ekki fóðurbæti og orkuefni.
Þegar hestar koma inn skal alltaf gefa ormalyf.
Ef hestar borða uppúr stíunni, ekki úr stalli skal alltaf moka þegar ormar eru farnir að sjást í stíunni þó svo þeir séu dauðir er ekki gott að þeir éti þá aftur og helst á þetta gerast hjá þeim sem eru í stíum.
Þegar hestar koma inn er líka gott að raka undan faxi og sumir raka kringum eyru og svona til að varna þess að lús breiðist um hesthúsið.
Þegar hestur er komin á gang og það er farið að ríða út er gott að henda þeim ekki út strax á vetri til eða þegar það er kalt í veðri á sumrin því þeim verður þá oft kalt, gott er að láta þá inní hesthús og ábreiðu ef það er hægt og gefa smá tuggur hestar verða ánægðari og betri í brúkun þegar hugsað er vel um þá.
Nuddkambur = lítill sem passar oftast í lófann og með gúmmí stilkum út út sem gefa auðveldlega eftir og þeir eru notaðir á herðakamb og niðri með bógi og í bak og lend og eru notaðir í þétta litla hringi , gott á stirða gamla eða bara hvaða hest sem er.
Töfrakambur = hentar mjög vel við að fjarlægja vetrahár og hann lítur svoldið eins og vetrarkambur en mér finnst hann persónulega betri.
Grófur kambur = hann er til í flestum hesthúsum.Þeir eru til í ýmsum litum og eru oftast notaðir á sumrin ef hestar eru pínu skítugir.
Þeir eru með mörgum prikum sem eru úr plasti , hann á ekki að nota fyrir neðan hækill.
Fínn/glans kambur = Einn af þeim kömbum sem flestir eiga, hann er mjúkur með hárum og hann má nota niður allan fótin.Það er best að eiga vel þéttann og góðan kamb því þeir eru bestir í að fjarlægja lítil sandkorn sem sest stundum í hárin.
Vetrarkambur = harður úr járni sem er notaður á veturna og hann má ekki nota fyrir neðan hækil.
Gott er að kemba áður en hnakkur er settur á því það er ótrúlegt hvað lítið getur pirrað hest.
www.blog.central.is/glampi
Takk fyrir mig :D