Grunnatriði frumtamninga..
Þegar hestur er tekinn fyrir og á að temjast er ýmislegt sem þarf að hafa í huga, að fara að gera ýtarlega grein um þær er meira en ég treysti mér í strax en þess vegna ætla ég bara að skrifa inn grunninn, því ef grunnurinn er góður þá er framhaldið allt auðveldara. Framhaldið á nefnilega ekki að fara í að laga það eða hundsa það sem miður fór í grunninum, léleg tamning og atriði sem er sleppt geta komið illa í bakið á manni seinna, þá eru hestar oft rokugjarnir, fælnir, sífellt prjónandi eða stingandi sér, oftast einfaldlega bara af því þeir vita ekki betur og skilja ekki hvað þú ert að biðja um.
En eftirfarandi er það sem ég legg áherslu á með þau hross sem ég hef haft:
Fyrst af öllu þarf hrossið að læra að virða mann við hendi, ef hrossið virðir mann ekki við hendi hvernig dettur fólki það í huga að hrossið virði manninn þegar komið er á bak?
Það er bara common sence að maður ríður ekki fola sem virðir mann ekki, eða ekki ef maður ætlar að hafa gaman að því.. Hvort sem folinn er gaur eða hestur, en keyso, þetta var pínulítið út fyrir umræðuefnið ;)
En hvernig lætur maður hrossið virða mann?
Til þess eru margar leiðir, í raun virkar eitt á þennan hest en annað á þann næsta svo það er ekki hægt að gefa 100% útskýringu á því hvernig maður lætur hross virða sig en hér eru nokkrar hugmyndir..
1. Til að byrja með þá verður að spekja hrossið ef það er mjög styggt, það segir sig sjálft að ef hrossið hefur aldrei komið undir manna hendur fyrr þá skellirðu ekki bara múl á það og teymir af stað.
2. Svo að kenna trippinu að teymast, farið er þá í gerði, trippið er fyrst teymt á múl, ef það er hætta á að það reyni að slíta sig laust er oft gagnlegt að nota sterka teymingargjörð og teyma trippið utan á öruggum veltömdum og rólegum hesti til að það læri ekki að það geti slitið sig laust og fá aðstoðarmann til að labba rólega á eftir því með písk. Svo þegar það hefur sætt sig við teyminguna utan á hesti er hægt að fara að teyma við hendi.
3. Notaðu ímyndunaraflið! Teymdu á hesti eða skrepptu í göngutúr með hrossið! Kenndu því æfingar, að bakka, kyssa ístöð, víkja að framan og aftan, jafnvel sniðgang og krossgang við hendi.
Svo þegar leiðtogahlutverkið er komið á hreint þá er hægt að fara að venja hrossið við hnakk, setjast á bak á stalli, lónsera, setjast svo á bak í lónseringu, en hvernig það ferli er fer allt eftir smekksemi tamningarmannsins og eiginleikum hestsins. Sjálf kenni ég hestinum talsvert á beisli áður en ég fer á bak, teymi bara með tauminn svipað og ef ég væri á baki, kenni honum grunnábendingarnar eins og t.d. að stoppa.
Vissulega er það líka smekksatriði hvenær á að járna trippið, en það er ekkert að því að vinna í járnalausum hesti í góðu gerði.
En hvað þarf maður að hafa í sér til að geta tamið hross?
- Reynslan er vissulega nauðsynleg, helst sem mest.
- Þolinmæði, þolinmæði og meiri þolinmæði!
- Tilfinningu og áhuga fyrir hestunum.
- Hugmyndaflug, útsjónarsemi, ef hesturinn actar ekki þær aðferðir sem þú kannt þá verðurðu að finna nýjar aðferðir.
- Hugrekið í að biðja um hjálp ef þú þarft hana og styrk til að viðurkenna mistök þín.
- Meðfæranlega frekju og þrjósku, ef hesturinn er frekur þá verðurðu einfaldlega að vera frekari, hann má aldrei komast upp með að vaða yfir þig.
Að lokum vil ég benda á að það er talsvert hægara sagt en gert að temja hross, svo það er enganvegin sniðugt að ana út í óvissuna á þrjóskunni og ætla sér að fara að temja án leiðsagnar, og eining vil ég biðjast fyrirgefningar fyrirfram ef eitthvað lykilatriði gleymdist hérna en samt má alltaf benda á það ^^
-