Hlíðnikeppni
Reglur: Ég held að það sé aðeins leyft að keppa á einum hesti samhvæmt FIPO reglum og skila þurfi prógrami og tónlist til dómara í plastvasa eða hafa einhverja reglu á því að minstaakosti svo ekkert ruglist, dæmd er áseta, reiðleiðir og æfingar, heilsa, hvatning og stökk (rétt eða rangt).
Prógram: Riðið á miðlínu stansað og heilsað. Riðið af stað á feti stansað um 3 sek. við miðju skamhliðar og riðið af stað á feti við ehv (miðju langhliðar) riðið brokk eða tölt. Við C er riðið á hringnum og skipt á hringum við A. Allur völlurinn við A, hægt niður á fet og slöngulínur riðnar með þrem bogum. Við A brokk og skipt yfir allan völlin, þegar komið er á sporaslóð er vinstra stökk 2 umferðir og svo við C er hægt niður á brokk og skipt yfir allan völlin og þegar komið er á sporaslóð er hægrastökk 2 og hálf umferð, við A er svo hægt niður á brokk eða tölt og við EHV er hægt niður á fet. Riðið á miðlínu stans og kvatt.
Ég keppti í hlíðnikeppni á íslandsmótinu núna 2006 og varð í öðrusæti ;D Það var rosalega gaman en þetta er bara prógramið mitt, það má fara hvaða prógram sem maður semur en það verða að vera yfir 10 eða 11 æfingar held ég :D og það má hafa eitnhvern til að lesa upp prógramið ef maður man það ekki. Ég hvett ykkur endilega að reyna að keppa í þessari grein því þarna er mestur vandin að halda hestinum á stökki og ríða slöngulínuna uppá 10 :D Þetta er rosalega gaman en þáttaka í þessari grein er alltof lítil svo takið þátt þetta er bara gaman :D.