Hesturinn er virkur á öllum gangi. Hann hefur alla getu til þess. En það er persónubundið við hvern hest fyrir sig. En oft spyrjum við okkur þegar að tamningu kemur og gangsetningu margar spurningar um hestinn þótt að við vitum svona mest allt með bakgrunninn.

• Hvernig var uppeldistímabilið hjá hestinum? Var það mjög gott eða slæmt?
• Skeði eitthvað á meðan því stóð? Varð hann fyrir einhverju óhappi, aðkasti eða slysi?
• Er það genetískt að geta ekki gengið einn eða tvo ganga? Erfðafræðilega séð?
• Hvernig fóðraðist hesturinn fyrstu árin? Illa eða vel?
• Hvernig gangi hafði hann gengið í frjálsu landi? Brokkað undir sér eða lullað bara?
• Er hann hrekkjótur útfrá ættum hans?

Maður spyr sjálfan sig að þessu. Auðvitað þarf maður að vita þessa hluti svo að maður getur haft ráðstafanir. Sumir tamingamenn taka við hestum án þess að spyrja um fortíð þess. Það er nefnilega mjög gott að hafa það með sér í farteskinu í ókomna tíð.

- Hestur vex og þroskast háð þroskaferlinum um árin. Hef hann hefur orðið fyrir ryskingum sem tryppi mun það fylgja honum alla tíð. Sama sem fóðrun. Ef hann fóðrast illa hefur það áhrif á vöxt hans og byggingu. Verður yfirleitt alltaf seinn í vexti. Yfirleitt ná þeir ekki mikillri stærð eftir slæma fóðrun sem tryppi

- Það er mikið um það að hross hrekki við tamningu. Í mörgum tilvikum
hrista þeir úr sér og virða manninn. En sum hross gera það nefnilega ekki.
Enda einfaldlega í tunnunni. Alltaf er kennt genunum um það hvernig fer.
Tökum Anga frá Laugarvatni sem dæmi. Mikið af kvæmum hans hafa
endað í tunnunni vegna vísbendingar sem benda til hrekk og geðveiki. Og
það er kennt hestinum um það. Mín skoðun er sú að þetta er reyndar rétt.
Genin hans Anga eru svo sterk. Kirkjubær og Laugarvatnsblóð saman.
Sem kemur út kolvitlaust. En margir góðir hestar eru til undan Anga.
Nökkvi frá Vestra-Geldingarholti er einn af þeim fjölmörgum.


Ég vildi bara fjalla hér um meginmál frá vaxtarferli til tamningarferlis. Svona til umhugsunar fyrir tamningu.

Ég þakka innilega fyrir mig - manneskjan