Við þekkjum öll íslenska hestinn. Hann er með 4 lappir, skyldur flóðhestinum og með stórar nasir. En það hann leynir svolítið mikið á sér. Hann hefur þann eiginleika gædda að hafa 5 gangtegundir. Sumir segja að hann sé ekki eini hesturinn í heiminum sem þann eiginleika. Ég held að sumir eru einfaldlega að rugli við aðra hesta sem hafa kannski tölt eða skeið. Samkvæmt mínum upplýsingum er Íslenski hesturinn eina hesttegundin sem hefur þann eiginleika með að hafa 5 gangtegundir. Það er það sem gerir hestinn okkar svo sérstakann. Sker sig út úr öllum tegundum heims fyrir þetta. Svo er hann líka svo lítill miðað við hina hestana. Hann er á mörkunum á því að vera kallaður Pony en samt er hann það ekki vegna eiginleika hans.


Hesturinn hefur verið notaður í margt í aldaraðir. Ég skal koma með nokkra punkta sem skýra í smáum atriðum hvað hesturinn okkar hefur bögglast við í gegnum árin. Og þróunin er orðin svo mikil út frá þessu.

• Þeir voru mikið notaðir í mannfélaginu sem farskjótur.
• Þeir voru einnig mikið notaðir við að flytja hluti, draga vagna og einnig sem bera hluti sem voru áspennt með ólum.
• Íslenski hesturinn okkar hefur verið þjóðarfulltrúi okkar í ýmsum uppákomum út í heim.



Þetta er eiginlega svona minn fyrsti pistill hér. Ég er að fikra mig áfram í skrifunum en vonandi verður það betra næst. Endilega komið með ykkar punkta svo að við getum með góðri samvisku fræðst aðeins um hestinn okkar. :)


Með góðri kveðju, manneskjan