Til sölu Strákur frá Miklabæ Helvítis kreppa, tími honum varla en veturinn kemur til með að verða allt of harður ef ég reyni að hafa tvo hesta á húsi og ég vil ekki láta hann vera úti í vetur heldur.

Strákur er 7 vetra, undan Tvisti frá Krossi, (undan Gauta frá Reykjavík) og meri alættaðri frá Miklabæ.

þetta er hestur sem lyftir að framan og aftan, hestur sem ég reið inná bifvélaverkstæði þar sem alls kyns tæki og tól voru í gangi í 4 reiðtúr út fyrir gerði og hélt svo áfram inn í gegnum Ólafsvík.

Strákur er viljugur og skemmtilegur hestur, auðveldur í beisli og ekkert mál að fara á honum einum hvert sem er. Strákur testar fólk í byrjun en er svo traustur eftir það.

Strákur kann alveg heilan helling, lækka sig fram og niður í kyrrstöðu og á feti, fram og afturfótasnúning, krossgang, víkja út af baug, að bakka, að heilsa og gefa five, og kominn vel af stað með sniðganginn líka. En hann var námshesturinn minn á fyrsta ári í náminu Reiðmaðurinn frá Hvanneyri. Traustari hest hefði ég ekki getað haft þar en núna þarf ég því miður alhliðahest á annað árið.

Strákur er að ég best veit klárhestur, flugrúmur á brokki, en á eftir að ná meira rými á tölti(var kominn vel af stað í töltsetningu en svo kom pestin) og er með háar og fallegar hreyfingar á stökki.

Tilboð óskast frekari upplýsingar í síma 6903236
-