Jæja þá er hann loksins komin, greyið er grind horaður, hann verður ekkert hreyfður næstu 8-14 daga og það verður sérstaklega dekrað við hann..
ég vil endilega biðja þá sem eiga hross í útigöngu að athuga með þau, það er búið að vera einstaklega óhentugt veðurfar fyrir greyin…
á myndinni sést hversu vel í holdum hann var en þegar ég sá hann í dag var ég ekki viss um að þetta væri sami hesturinn, ég er bara með samviskubit þá svo það sé búið að segja mér að þetta sé ekki alvarlegt og mörg hross komi inn horaðari en venjulega..
svona til að lýsa sjokkinu þá þurfti ég að kaupa nýja gjörð og ég tók þá lengstu því seinast þegar ég sá Styr (ekki löngu fyrir jól) var hann feitur og sæll, en núna þarf ég sennilega að kaupa þá minnstu og nota í byli.
tek sennilega myndir í kvöld af elskunni :)