Skelfinlegt, við erum að vona að það verði fært með kerru á morgun, þegar ég loksinns náði síðasta kvikindinu (sem var vitanlega Eitill, svo var Þokki erfiður þar til ég náði honum með múl, teymdi hann bara, gerði reyndar það sama með Strák sem var full ákafur, hljóp á spotta sem við notuðum til að reyna að króa þá af svo við misstum þá í það skiptið) var óveðrið skollið á, svo við skildum þá eftir í lítilli girðingu þar sem þeir komast inn í gerði með tökubás, sem er mun skjólbetra en nokkur staður í girðingunni, áhváðum að skilja ekki ókunnugu hrossin 2 úr, hálf sé eftir að hafa skilið rauðu trippisdrusluna sem rakst ekki eftir eina eftir þarna uppi í hólfi, en annars hefði ég ekki náð nægu sambandi við Eitill til að leiðbeina honum á hliðið, úff ég bjóst aldrei við að þurfa að beita staðsetningar ábendingum úr lausri lónseringu svona úti í haga, það tók tíma að ná nægu sambandi, hann var að lokum of þreittur til að hlaupa áfram.. Svo sá ég ekki betur en að Þokki minn væri haltur á hægri afturlöpp rétt áður en við urðum að forða okkur sökum veðurs =/ Skoða það betur á morgun, en ég hef áhyggjur =(
Úff, við vesenið við að ná Eitli hlakkar mann til að ná að selja hann, svo sér maður hann hlaupa vinkilhágengur mest allan tímann þarna í þúfunum, úff þá langar mann mest til að halda kvikindinu, svo þarf maður að hlaupa aftur og vill losna við hann sem fyrst aftur, ruglingslegt =P
Bætt við 10. desember 2007 - 23:06
Vona að þetta hafi samt bara verið hálkan sem lét hann virðast haltan =/